A A A
  • 1993 - Ingunn Ýr Angantýsdóttir
29.02.2016 - 20:28 | Vestfirska forlagiđ,Háskóli Íslands

Doktorsvörn í byggingarverkfrćđi - Sólveig Ţorvaldsdóttir

Dýrfirđingurinn Sólveig Ţorvaldsdóttir.
Dýrfirđingurinn Sólveig Ţorvaldsdóttir.

Föstudaginn 26. febrúar 2016 varði Sólveig Þorvaldsdóttir doktorsritgerð sína í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Sólveig á rætur að Alviðru í Dýrafirði.

Ritgerðin ber heitið: Framlag að fræðilegum grunni stjórnunarkerfa sem fást við náttúruhamfarir í byggð: Kvik-kerfis nálgun (Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems: A System Dynamics Approach).

Andmælendur voru dr. Carlos Sousa Oliveira, prófessor við Instituto Superior Técnico (IST), Technical University of Lisbon,  Portúgal, og dr. Agostino Goretti, byggingarverkfræðingur við Seismic and Volcanic Risk Office, Civil Protection Department, Ítalíu.

Leiðbeinandi var dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor (lést 2015) við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Einnig sátu í doktorsnefnd dr. Rajesh Rupakhety, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands, og dr. Óli Grétar Sveinsson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar.

Dr. Bjarni Bessason, prófessor og staðgengill deildarforseta Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands, stjórnaði athöfninni.

 

Ágrip af rannsókn

Doktorsritgerð þessi fjallar um fræðilegan grunn að stjórnunarkerfum sem fást við náttúruhamfarir í byggð. Stjórnunarkerfi fyrir náttúruhamfarir í byggð verða að vera fær um að meðhöndla verkfræðilegar upplýsingar. Þessi ritgerð sýnir nýjar aðferðir við að samþætta verkfræði og stjórnun á kerfisbundinn hátt í stjórnunarkerfum fyrir náttúruhamfarir í byggð.

Rannsóknin hefur fjögur markmið: (1) skilgreina tilgang og grunnmarkmið stjórnunarkerfa fyrir náttúruhamfarir í byggð; (2) útlista tímaháð tengsl á milli grunnmarkmiðanna; (3) hanna aðferð til að láta grunnmarkmiðin vera í samræmi við S.M.A.R.T. skilyrðin (e. specific, measureable, assignable, realistic, and time-related); og (4) búa til tengingar á milli daglegra markmiða hagsmunaaðila og grunnmarkmiðanna. Hugtakið viðlagastjórnun er notað yfir stjórnunarkerfi fyrir náttúruhamfarir í byggð sem byggir á ofangreindum markmiðum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru stjórnunartæki fyrir viðlagastjórnun. Tækin styrkja tengslin á milli viðlagastjórnunar og hefðbundinnar verkefnastjórnunar.

Rannsóknin byggir á fræðisviðum stjórnunar og verkfræði, og svo reglum og venjum sem tengjast viðbúnaði og viðbrögðum við náttúruhamförum. Meginreglan um markmiðastjórnun, S.M.A.R.T. skilyrðin, og stjórnunarrammi fyrir sjálfbæra þróun (the sustainable livelihood framework) eru notuð til að skilgreina góða stjórnun. Hin upprunalega hringrás náttúruhamfara í byggð (the original disaster life cycle) er notuð sem útgangspunktur til að skilgreina markmið viðlagastjórnunar. Kvik-kerfis nálgun er notuð til að greina og skýra tímaháð tengsl markmiðanna og kemur með skilgreiningar á breytum sem nýttar eru til að tengja saman markmið viðlagastjórnunar og verkfræðilegar upplýsingar. Meginreglur tjónamatsfræðinnar (loss estimation methodology) eru notaðar til að innleiða aðferðir áhættustýringar inn í aðferðirnar sem í þessari rannsókn eru þróaðar.

Rannsóknin notar eftirfarandi aðstæður til að afla verkfræðilegra og stjórnunarlegra upplýsinga: (i) Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010; (ii) jarðskjálftann á Haiti 2010; og (iii) aðstæður við Kárahnjúkavirkjun sem skapa litla en flókna áhættu varðandi náttúruhamfarir í byggð: stíflurof í virkjuninni af völdum jarðhræringa eða af auknu vatnsrennsli í ánni í kjölfar eldgoss undir Vatnajökli, sem leiðir til flóða á landbúnaðarsvæðum.

Um doktorsefnið

Sólveig Þorvaldsdóttir er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands, er með meistaragráðu í jarðskjálftaverkfræði frá Johns Hopkins University í Baltimore, USA, og með diplomapróf í Kennslufræði á háskólastigi frá Háskóla Íslands. Sólveig hefur starfað við áhættugreiningu vegna jarðskjálfa hjá EQE Engineering í California, USA, var framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins frá 1996-2003, og stofnaði árið 2003 ráðgjafarfyrirtækið Rainrace ehf., sem sinnir verkefnum víða um heim. Sólveig er í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi, er einn af stjórnendum íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, og starfar í neyðarteymi á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins

 

Af www.hi.is

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31