A A A
  • 1940 - Sigríđur Bryndís Helgadóttir
  • 1983 - Laufey Björk Sigmundsdóttir
  • 1984 - Sigurđa Kristín Leifsdóttir
  • 1997 - Agnes Sólmundsdóttir
03.05.2016 - 07:43 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ

Doktor Sólveig Ţorvaldsdóttir

Sólveig Ţorvaldsdóttir á rćtur ađ Alviđru í Dýrafirđi.
Sólveig Ţorvaldsdóttir á rćtur ađ Alviđru í Dýrafirđi.
« 1 af 2 »

Sólveig Þorvaldsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Ritgerðin ber heitið: Framlag að fræðilegum grunni stjórnunarkerfa sem fást við náttúruhamfarir í byggð: Kvik-kerfisleg nálgun (Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems: A System Dynamics Approach). Leiðbeinandi var dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor (lést 2015) við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Einnig sátu í doktorsnefnd dr. Rajesh Rupakhety, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ, dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ, og dr. Óli Grétar Sveinsson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar.

Markmið verkefnisins var að þróa fræðilegan grunn að stjórnunarkerfum sem fást við aðgerðir vegna atburða sem valda alvarlegri röskun á samfélögum, sérstaklega í tengslum við náttúruhamfarir. Verkefnið kynnir til sögunnar hugtakið Viðlagastjórnun (sbr. grein í Morgunblaðinu 22. júlí 2014), sem er stjórnunarhugtak byggt á átta markmiðum hannað til að ná festu í aðgerðum hagsmunaaðila, t.d. ráðuneyta, stofnanna og sveitarfélaga, vegna hugsanlegra, yfirstandandi og liðinna hamfara. Verkefnið notar kvik-kerfislegar breytur til að útlista tímaháð tengsl markmiðanna og innleiða verkfræðilegar og aðrar upplýsingar í stjórnunaraðgerðir. Gögn tengd eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010, jarðskjálftanum á Haiti 2010 og atburðarás vegna hugsanlegs flóðs og stíflurofs í Kárahnjúkavirkjun voru notuð til að setja fræðin í hagnýtt samhengi.

Sólveig Þorvaldsdóttir er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands, er með diplomapróf í kennslufræði á háskólastigi frá HÍ, og meistaragráðu í jarðskjálftaverkfræði frá Johns Hopkins University, USA. Sólveig starfaði m.a. við áhættugreiningu vegna jarðskjálfta hjá EQE Engineering í California, USA, var framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins frá 1996-2003 og stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Rainrace ehf. árið 2003 sem sinnir verkefnum víða um heim. Auk þess hefur Sólveig langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Foreldrar Sólveigar eru dr. Þorvaldur Veigar Guðmundsson , og Birna Friðriksdóttir. Sólveig er í fjarbúð með Valgeiri Ómari Jónssyni úr Súðavík. 

 

Morgunblaðið mánudagurinn 2. maí 2016

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31