A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
F.h.: Steen Lindholm, Einar K. Guðfinnsson og Páll Skúlason.
F.h.: Steen Lindholm, Einar K. Guðfinnsson og Páll Skúlason.
« 1 af 2 »
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær, 21 apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.  Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú.

Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund sem fagnar aldarafmæli árið 2016. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi.


Steen Lindholm, formaður félagsins í Danmörku, og Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund, veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins. Verðlaunin hafa áður hlotið:

  •  2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri.
  • 2014: Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur.
  • 2013: Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari.
  • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus.
  • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
  • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri.
  • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi.
  • 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. 

 

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Jónshúss. 

Af vef Alþingis.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31