A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
27.02.2017 - 20:31 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

Dálítið um Saltnes í Dýrafirði

« 1 af 2 »
Saltnes er innan við Haukadal í Dýrafirði og geymir forna sögu og nýja.

1.
Saltnes er nefnt í Gísla sögu Súrssonar. Þar voru grýtt til bana systkinin Þorgrímur nef og Auðbjörg ,búendur í Haukadal en hinar mestu galdrakindur. Þorgrímur smíðaði spjót úr sverðinu Grásíðu sem var í farangri Súrssona þegar þeir komu til Íslands, sverðið komið í þerirra eigu með með svikum og ofbeldi en hafði brotnað. Spjótið úr Grásíðubrotum var notað til að drepa Véstei
n frá Hesti í Önundarfirði, fóstbróður Gísla og Þorgrím mág hans. Auðbjörg olli mannskaða með fordæðuskap, hleypti af stað aurskriðu með galdrakúnst og banaði fólki. Þau systkinin Þorgrímur og Auðbjörg eru dysjuð á Saltnesi

2.
Á Saltnesi er grafreitur franskra sjómanna sem dóu á veiðum við Ísland. Franska ríkið lét gera grafreitinn árið 1937 fyrir áeggjan Sigurðar Z. Gíslasonar, sóknarprests á Þingeyri.
Það voru Bjarni Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli og Jón Guðmundsson frá Höll í Haukadal sem gerðu þennan grafreit. Ungar stúkur úr Haukadal og frá Sveinseyri gróðursettu af eigin hvötum skrautblóm og trjáplöntur í reitnum.

3.
Á Saltnesi var blindhæð á þjóðveginum. Hún er nú horfin. Þessi blindhæð er fyrsta blindhæðin á Íslandi sem skipt var í tvær akreinar.Það gerðist 31. maí 1955. Þetta og unnu að því Oddur Pétursson,verkstjóri, frá Ísafirði og Óskar Friðfinnsson frá Kjaransstöðum í Dýrafirði.
Nú þekkja vegfarendur ekki blindhæðir nema af afspurn og átta sig kannske ekki á hve mikil slysavörn var fólgin í þessari akreinaskiptingu. Ef sett verður upp "söguspjald" á Saltnesi má ekki gleyma að geta um þetta brautryðjenda framtak Vestur-Ísfirzkra vegagerðarmanna þó hæðin sé horfin.

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30