A A A
Dýrafjarðardagar verða haldnir dagana 29. júní - 1. júlí.
Dýrafjarðardagar verða haldnir dagana 29. júní - 1. júlí.
Nú er dagskrá Dýrafjarðardaga 2012 að taka á sig lokamynd og ljóst er að hún verður fjölbreytt að vanda, enda áhersla lögð á að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er á dagskránni er grillveisla á Víkingasvæðinu, listsýningar, gokart leiga, hoppukastalar, súpa í garði, bátsferðir og ýmislegt fleira skemmtilegt. Áætlað er að dagskrá hátíðarinnar fari í prentun um miðjan júní og því þarf allt efni sem á að birtast í henni að vera komið til nefndarinnar fyrir 14.júní. Þjónustuaðilum, sem vilja auglýsa í dagskránni, og þeim sem vilja koma fram á hátíðinni er bent á að hafa samband við Ernu á netfangið ernaho@isafjordur.is.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31