A A A
  • 1946 - Zbigniew Jan Jaremko
  • 1973 - Jón Sigurđson
23.06.2011 - 14:08 | JÓH

Dagskrá Dýrafjarđardaga 2011

Frá grillveislunni á Dýrafjarđardögum í fyrra. Mynd: JÓH
Frá grillveislunni á Dýrafjarđardögum í fyrra. Mynd: JÓH
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga er nú í fullum gangi en aðeins rúm vika er í hátíðina. Dagskráin hefur verið birt hér á Þingeyrarvefnum, með fyrirvara um breytingar, en ekki er ólíklegt að fleiri atriði eigi eftir að bætast við. Að sögn Ernu Höskuldsdóttur, sem er í Dýrafjarðardaganefnd í ár, verður umgjörð hátíðarinnar með svipuðu sniði og fyrri ár: „Grillveislan verður á sínum stað og við fáum marga góða listamenn til að skemmta þar. Svo fáum við prinsessuna og forsetann úr Ballinu á Bessastöðum til að skemmta börnunum en fullorðnir ættu ekki síður að hafa gaman af. Hvanndalsbræður verða í Félagsheimilinu á laugardagskvöldinu og Svavar Knútur í Þingeyrarkirkju á sunnudeginum, svo ég nefni eitthvað. Við erum með fullt af góðum dagskrárliðum. Heimamenn hafa sameinast um að gera hátíðina sem glæsilegasta en það er það sem gerir þessa hátíð svo skemmtilega".

Dagskrá Dýrafjarðardaga er komin í prentun og verður dreift í hús á Þingeyri um helgina. Hún mun einnig liggja frammi á fjölförnum stöðum á Þingeyri. Nánari upplýsingar um dagskrárliði verður hægt að nálgast á Facebook síðu Dýrafjarðardaga og í atburðardagatalinu hér á Þingeyrarvefnum.
« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31