A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
16.06.2015 - 21:48 | BIB,skutull.is

Dagskrá 17. júní 2015 í Ísafjarðarbæ

Þjóðleg stemmning.
Þjóðleg stemmning.
Á morgun 17. júní verður þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri og á Ísafirði, samkvæmt hefð. Hátíðarmessa verður í Ísafjarðarkirkju klukkan 11, þar sem vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, predikar. Eftir hádegið hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Silfutorgi 13.45. Gengið verður upp á hátíðarsvæðið á Eyrartúni, þar sem flutt verður dagskrá í tali og tónum og sérstök barnadagskrá að auki. Á Hrafnseyri verður guðsþjónusta klukkan 13, þar sem sóknarresturinn séra Hildur Inga Rúnarsdóttir prédikar. Að loknum kaffiveitingum hefst hátíðardagskrá klukkan 14.30 með ræðu Steinunnar Stefánsdóttur varaformanns Kvenréttindafélags Íslands. Þar mun Þórhildur S. Kristinsdóttir syngja lög eftir sr. Sigtrygg Guðlaugsson frá Núpi við undirleik Kristins Níelssonar. Klukkan 15 hefst Háskólahátíð á vegum Háskólaseturs Vestfjarða.

Hátíðardagskrá á Hrafnseyri

13.00 Hátíðarguðsþjónusta Prestur: sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknarprestur á Hrafnseyri. Söngur: Kirkjukór Þingeyrarprestakalls. Organisti: Tuuli Rähni.

13.45 Kaffiveitingar

14.30 Hátíðarræða dagsins. Steinunn Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður Kvenréttindafélags Íslands.

14.45 Tónlist. Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir sópran syngur lög eftir sr. Sigtrygg Guðlaugs­son frá Núpi og fleiri, við undirleik Kristins Níelssonar.

14.55 Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar

15.00 Háskólahátíð. Hátíð í tilefni útskriftar versfirskra háskólanemenda.

Kynnir er Guðmundur Hálfdánarson.

Myndlistarmaður: Unnar Örn Auðarson

Börn geta farið á hestbak undir leiðsögn

Ókeypis rútuferðir frá og til Ísafjarðar. Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11.30 og stoppar við Hlíf. Fer til baka frá Hrafnseyri klukkan 16.30.


Suðureyri

11.00 Víðavangshlaup Stefnis. Skráning á Sjöstjörnu fyrir hlaup. Mæting kl. 10.45 við Kleifina í Súgandafirði


Ísafjörður

11.00 Hátíðarmessa í Ísafjarðarkirkju. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, predikar.

12.00 Andlitsmálun í Safnahúsinu. Krakkar geta fengið andlitsmálningu áður en hátíðarhöldin hefjast. Aðstaðan verður svo færð út á tún klukkan 13.30.

13.45 Skrúðganga frá Silfurtorgi. Skátar og lögregla í broddi fylkingar.

14.00 Hátíðardagskrá á Eyrartúni:

Lúðrasveit Tónlistarskólans

Hátíðarræða

Sunnukórinn

Fjallkonan

14.30 Barnadagskrá

Hoppikastalar

Andlitsmálun

Nammiregn

Krakkar fá að fara á hestbak

Kassabílarallý

Þrautabraut

Ratleikur

17.00 Bingó í félagsheimilinu í Hnífsdal. Bingó Kvenfélagsins Hvatar. Ágóði fer til uppbyggingar félagsheimilisins.

 

Af: www.skutull.is

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31