A A A
25.06.2015 - 10:15 | skutull.is,BIB

Bundiš slitlag komiš ķ Kerlinga- og Kjįlkafjörš

Sušurverk tengir saman malbikaša kafla ķ Mślasveit. Ljósm.: Morgunblašiš
Sušurverk tengir saman malbikaša kafla ķ Mślasveit. Ljósm.: Morgunblašiš
« 1 af 2 »
Búið er að leggja bundið slitlag á nýjan veg um Kerlingafjörð og Kjálkafjörð í Múlasveit í Barðastrandarsýslu, þar sem unnið hefur verið að vegabótum og þverun tveggja fjarða síðustu tvö árin. Suðurverk hefur nú lokið við að leggja bundið slitlag á veginn og er þá búið að tengja saman malbikaða kaflann frá Vatnsfirði og suður yfir Klettháls og út í Skálanes við Kollafjörð. Þessum áfanga geta allir Vestfirðingar fagnað. Aðeins einn áfangi er eftir á leiðinni á milli Bjarkalundar og Patreksfjarðar. Vegurinn fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð fyrir Hallsteinsnes og yfir Teigskóg inn í Þorskafjörð. Þetta er hinn umdeildi kafli sem enn er í "ferli" í kerfinu. 

Nú er hægt að aka á bundnu slitlagi frá Bíldudal yfir Hálfdán í Tálknafjörð, yfir Lágadal í Patreksfjörð, yfir Kleifaheiði um Barðaströnd úr Vatnsfirði og áfram nýja kaflann að Klettshálsi yfir í Kollafjörð og út í Skálanes. Þá tekur við eini malarkaflinn á leiðinni suður í Bjarkalund, 25 kílómetrar yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls í Þorskafjörðinn. Vonandi verður hægt að fara í þá framkvæmd á næstu misserum og klára áfangann.

Þá verður gott þegar Dýrafjarðargöng og nýr vegur um Dynjandisheiði verða komin eftir nokkur ár og hægt að aka vesturleiðina frá Ísafirði til Reykjavíkur á bundnu slitlagi á vegi sem verður um 380 kílómetrar - og frá Þingeyri til Reykjavíkur um 335 kílómetrar.


Nýi veg­ur­inn er um 16 kíló­metr­ar að lengd, frá Eiði í Vattar­f­irði að Þverá í Kjálkaf­irði, og ligg­ur meðal ann­ars yfir brýr á Kjálkaf­irði og Mjóaf­irði. Vegurinn styttist um 8 kílómetra á þessari leið, auk þess sem hann er færður frá snjóþungum hlíðum og í stað gömlu malarveganna er kominn nýr og fullkominn þjóðvegur. Í frétt á mbl.is segir að Suður­verk hafi fengið verkið eft­ir útboð á ár­inu 2012 og var til­boðsfjár­hæð um 2,5 millj­arðar króna. Er þetta eitt stærsta vega­gerðar­verk­efni hér á landi síðustu árin, fyr­ir utan jarðganga­gerð.

« Jślķ »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31