14.07.2015 - 07:38 | bb.is,BIB
Búið að opna Þorskafjarðarheiði
Vegurinn um Þorskafjarðarheiði var opnaður fyrir helgi. Þetta er óvenjulega seint, en leysingar hafa gengið afar hægt í því kalda veðri sem hefur að mestu ríkt síðan í vor. Í fyrra var heiðin opnuð í lok maí.
Margir kjósa að keyra Þorskafjarðarheiði í stað Þröskulda. Það styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 14 km, en sé sú leið valin eru 23 km á malarvegum en þeir eru engir á Þröskuldaleið.
Margir kjósa að keyra Þorskafjarðarheiði í stað Þröskulda. Það styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 14 km, en sé sú leið valin eru 23 km á malarvegum en þeir eru engir á Þröskuldaleið.