A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Á Hrafnseyrarheiði í gærdag. Mynd: JÓH
Á Hrafnseyrarheiði í gærdag. Mynd: JÓH
10-15.000 rúmmetra snjóflóð féll úr Skipadal yfir veginn á Hrafnseyrarheiði fyrir páska. Nú er loks búið að moka og styttist leiðin milli Ísafjarðar og Brjánslækjar þá um rúma 500 kílómetra.

Menn bíða í ofvæni eftir að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði boðin út og verður þessi farartálmi þá frá. Til að komast akandi á milli hefur oftast þurft að fara Djúpið, Steingrímsfjarðarheiði, Strandir, Laxárdalsheiði, um Dali og Barðastrandarsýslu. Vonandi er þessi opnun merki um það að vorið sé að tylla sér á Vestfirði þetta árið. Erfið skilyrði og þrálát norðanátt hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að moka.

 

Vegagerðin hefur undanfarin ár leitast við að moka heiðarnar fyrir Páska enda trekkir skíðavika á Ísafirði að mikinn fjöldi fólks á farandsfæti. Þó svo Páskar séu seint á ferð í ár þá urðu menn frá að hverfa vegna veðurs.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30