A A A
  • 1956 - Jan L Hatten-Svenna
  • 1970 - Guđrún Rakel Brynjólfsdóttir
  • 1988 - Pétur Eggert Torfason
08.07.2015 - 08:56 | BIB,Morgunblađiđ

Brúin ţjónar einu býli

Vegur til Laugabóls í Arnarfirđi.
Vegur til Laugabóls í Arnarfirđi.
Vegagerðin mun í sumar byggja brú á Ósá á veginum sem liggur úr Dynjandisvogi í Arnarfirði að býlinu Laugabóli í Mosdal sem er eini bærinn í byggð á þessu svæði. Einbúinn sem þar var áður afþakkaði brú á ána. Brúin þjónar þessum eina bæ, eins og fjölmargar brýr úti um land.

 

Laugaból var komið í eyði, eftir að einbúinn Aðalsteinn Guðmundsson flutti í burtu fyrir rúmum tveimur áratugum. Eftir það var búskapur um tíma en nú hefur Árni Beinteinn Erlingsson byggt upp myndarlegt hrossaræktarbú með veglegu íbúðarhúsi og reiðhöll. Þar er nú fólk með lögheimili.

 

Allt að gerast í Mosdal

 

Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, segir að vegurinn þangað sé héraðsvegur. Hann verði ófær á veturna, einkum vega ísburðar í Ósá. Íbúar hafi kvartað undan því. Þar sem þetta væri þjóðvegur teldi Vegagerðin að fólk ætti rétt á því að fá brú. Ákveðið hafi verið að byggja litla og einfalda brú. Ræsi var ekki talið duga. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar á Hvammstanga mun byggja hana í sumar. Áætlað er að brúin kosti um 20 milljónir kr.

 

»Þetta teljum vér til stórra tíðinda,« skrifar Hallgrímur Sveinsson í veftímaritið Vestfjarðatíðindi sem vakti máls á málinu, og heldur áfram: »Sú var tíðin, að þáverandi bóndi á Laugabóli, Aðalsteinn heitinn Guðmundsson, kærði sig ekkert um að fá brú á ána. Og þótti með eindæmum í þá daga. Þetta muna þeir sem minnisgóðir eru á gamla tíð. En nú er sem sagt allt að gerast í Mosdal í Arnarfirði.«

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 8. júlí 2015

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30