09.07.2008 - 00:03 | eöe
Breskt herskip á ferð um Vestfirði
Breskt herskip, kom við í Dýrafirði í gær á leið sinni til Reykjavíkur. Það sigldi inn fyrir Þingeyri og á fullu til baka og flautaði í keðjuskyni. Skipið er 4820 tonn að stærð, 128 m á lengd og 14m á breidd. Hámarkshraði þess er um 30 hnútar og vélar afl er 48000 hestöfl. Skipið ber nafnið HMS Exeter sem er sama nafn og mörg fornfræg skip í breskri hersögu hafa borið.
Tilgangur ferðar þess til Íslands er til að minnast skipalesta bandamanna til Rússlands í seinni heimstyrjöldinni.