A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
09.08.2017 - 12:09 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

„Brennandi þörf fyrir að segja sögur kvenna“

Fjallkona.  „Verkið er eins konar samtal á milli mín og langalang- ömmu minnar,“ segir Hera Fjord, barnabarnabarnabarn Kristínar Dahlstedt frá Dýrafirði..
Fjallkona. „Verkið er eins konar samtal á milli mín og langalang- ömmu minnar,“ segir Hera Fjord, barnabarnabarnabarn Kristínar Dahlstedt frá Dýrafirði..
« 1 af 2 »

Hera Fjord frumsýnir nýjan einleik um langalangömmu sína, Dýrfirðinginn Kristínu Dahlstedt veitingakonu, á Act Alone 10. ágúst 2017.

„Verkið er eins konar samtal á milli mín og langalangömmu minnar,“ segir Hera Fjord, barnabarnabarnabarn Kristínar Dahlstedt veitingakonu, um nýtt leikrit, Fjallkonuna, sem hún frumsýnir 10. ágúst á einleikjahátíð- inni Act Alone á Suðureyri.

„Kristín langalangamma mín fæddist í Dýrafirði árið 1876. Þegar hún var 22 ára ákvað hún að fara til Danmerkur og borgaði fyrir skipsfarið með lambsskrokki. Hún var í Danmörku í átta ár þar sem hún starfaði á ýmsum veitingastöðum og hótelum og fékk að læra matreiðslu og mennta sig, sem var frekar óvenjulegt fyrir konur á þessum tíma.

Árið 1905 kom hún aftur til Íslands og opnaði fljótlega eigin veitingastað á Laugaveginum og rak svo fjölda veitingastaða og gistiheimila í Reykjavík í hálfa öld, sem oftast hétu Fjallkonan. Hún kom með alls konar nýjungar í veitingageirann; hún varð fyrst til þess að flytja inn grammófón og fyrst til þess að skipta kolaeldavélinni út fyrir gaseldavél. Hún gerði veitingastaði að því sem við þekkjum í dag, þar sem tónlist er spiluð, boðið er upp á mat og kaffi og svoleiðis,“ útskýrir Hera.

Lenti tvisvar í bruna á lífsleiðinni

Hún segist hafa fengið hugmyndina að verkinu fyrir um tveimur árum, þegar hún var á lokaári í leiklist og leikstjórn í Kogan Academy of Dramatic Arts í London og hefur síð- an þá verið að vinna að því samhliða öðru. Fyrir heimildir um langalang- ömmu sína studdist Hera aðallega við ævisögu Kristínar sem gefin var út árið 1961og Vestfirska forlagið á Þingeyri gaf út að nýju fyrir nokkrum árum.

„Amma mín er einnig á lífi og hún var barnabarn Kristínar svo ég gat tekið viðtöl við hana og annað fólk sem þekkti hana, en flestir þeir sem eru á lífi núna þekktu hana auðvitað bara þegar hún var orðin gömul.“

Einnig auglýsti Hera eftir bréfum sem einhverjir gætu átt í fórum sínum, annaðhvort frá Kristínu eða til hennar. Það bar lítinn árangur. „Hún lenti tvisvar í bruna á lífsleiðinni svo fáir muna hennar hafa varðveist. Það eina sem ég fann var bréf frá henni til Magnúsar Hjaltasonar, eins ástmanns hennar. Magnús var nokkuð þekktur og var fyrirmynd Ólafs Kárasonar ljósvíkings í Heimsljósi Halldórs Laxness. Margar dagbækur hans hafa verið gefnar út og þar fannst bréfið frá Kristínu,“ segir Hera.

Ber saman kynslóðirnar

„Ég er í rauninni að kynnast henni í verkinu. Ég spyr hana spurninga og stekk svo í hennar hlutverk því þetta er einleikur. Auk þess er ég sögumaður og leik fleiri persónur sem urðu á vegi hennar í lífinu. Inn í þetta blandast svo frásögn úr mínu lífi og hvað er líkt með okkur Kristínu. Við menntuðum okkur báðar erlendis og vinnum báðar sjálfstætt. Svo ber ég saman kynslóðirnar okkar, fyrir fólk af hennar kynslóð snerist allt um að vinna á meðan að fyrir mína kynslóð er pressa að standa sig í lífinu og afreka eitthvað. En við eigum meira sameiginlegt en ég hélt í fyrstu, ég held ég hafi fengið margt frá henni,“ segir Hera. Einnig segist hún skoða aðeins muninn á því hvernig sé að vera kona á hennar tíma og okkar.

„Ég velti því aðeins upp. Hún þurfti t.d. að senda tvö af börnum sínum í fóstur til þess að geta sinnt rekstrinum. Þetta er auðvitað ekki eins í dag, konur geta gert hvort tveggja en upplifun mín er samt sú að það sé erfitt fyrir konu að ætla að elta drauma sína og gera allt sem hana langar til samhliða móðurhlutverkinu. Ég spyr ýmissa femínískra spurninga, hvernig þetta var fyrir hana og hvernig þetta er fyrir okkur í dag.“

Sagan rituð af körlum um karla

Heru finnst vanta konur í sögubækurnar. „Auðvitað er búið að fylla upp í það síðustu ár en konur gerðu hluti alveg frá örófi alda rétt eins og karlar en það virðist ekki hafa verið fjallað um það. Konur sömdu tónlist, unnu við myndlist, ráku veitingastaði og gerðu allan fjandann en af því að sagan er öll rituð af körlum um karla höldum við einhvern veginn að konur hafi bara verið óvirkar og ekki gert neitt nema sitja heima. Ég hef brennandi þörf fyrir að segja sögur kvenna.“

Eins og áður sagði verður Fjallkonan frumsýnd á Act Alone á Suðureyri hinn 10. ágúst 2017, en Hera ætlar sér að sýna hana víðar.

„Mig langar að segja söguna hennar sem víðast. Ég ætla að sýna hana úti um allt land og í bænum og svo er stefnan að þýða hana yfir á ensku og sýna erlendis. Auðvitað er þetta mjög íslensk kona og íslensk saga en ég held að verkið sé mjög mannlegt. Ég hef verið tímanum sem hún var uppi á mjög trú, bæði hvað varðar tónlist og leikmuni. Við fáum t.d. að upplifa hvernig hún hellti upp á kaffi á þessum tíma. Við skyggnumst inn í þennan heim sem hún upplifði og ég vona að það veki áhuga hvar sem er,“ segir Hera að lokum.

 

Morgunblaið 5. ágúst 2017.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31