Breiðfirðingafélagið sló alla út í Spurningakeppni átthagafélaganna
Breiðfirðingafélagið sigraði í Spurningakeppni átthagafélaga, en úrslitakeppnin við Noirðfirðingafélagið fór fram í Breiðfirðingabúð í fyrrakvöld.
Lið sextán félaga tóku þátt í keppninni, þar af voru níu með rætur á Vestfjarðakjálka eða kringum Breiðafjörð.
Félögin sem Breiðfirðingafélagið sló út á leið sinni á sigurbrautinni voru Barðstrendingafélagið, Árnesingafélagið, Skaftfellingafélagið og loks Norðfirðingafélagið í úrslitarimmunni í fyrrakvöld.
Barðstrendingafélagið fékk verðlaun fyrir besta klappliðið í keppninni.
Dýrfirðingafélagið hlaut verðlaun fyrir bestu tilþrifin í leiknum.
Höfundur spurninga og dómari í keppninni allri var Gauti Eiríksson kennari og leiðsögumaður frá Stað á Reykjanesi.
Verðlaunin fyrir Pubkvissið hlaut Dýrfirðingurinn Þorbergur Steinn Leifsson en hann hlaut flugferð fyrir tvo með Wow air til Evrópu. Það var ÍNN sem gaf þessi verðlaun.