A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
22.07.2008 - 23:41 | bb.is

Brautarmet féllu í Vesturgötuhlaupinu

Martha Ernstdóttir, fyrir miðju, sló sitt eigið brautarmet í Vesturgötuhlaupinu á laugardag. Mynd: Guðmundur Guðnason.
Martha Ernstdóttir, fyrir miðju, sló sitt eigið brautarmet í Vesturgötuhlaupinu á laugardag. Mynd: Guðmundur Guðnason.
« 1 af 4 »
Martha Ernstdóttir sló sitt eigið brautarmet í Vesturgötuhlaupinu sem var haldið á laugardag. Hún kom í mark á tímanum 1:45:22 og bætti þar með fyrra met sitt um tæpar tvær mínútur sem hún setti árið 2006. Það er greinilegt að þindarleysi er í ættinni en brautarmet var einnig sett í hálfri Vesturgötu þar sem systurdóttir Mörthu, hin tólf ára gamla Aníta Hinriksdóttir, kom í mark á aðeins 52 mínútum og 28 sekúndum. Glæsilegt afrek og greinilegt að þar er efnileg íþróttakona á ferð. Í karlaflokki kom Sigurður Hansen fyrstu í mark í heilli Vesturgötu á tímanum 1:42:36 og Ellert Örn Erlingsson sigraði í hálfri Vesturgötu karla á tímanum 0:53:22.

Frábært veður spillti ekki fyrir hlaupurum en gríðarlega góð mæting var í ár. 91 hlaupari var skráður til leiks og tvöfaldaðist næstum því fjöldinn miðað við árið í fyrra þegar 48 hlupu Vesturgötuna. Að sögn Sigmundar Þórðarsonar, hlaupstjóra Vesturgötuhlaupsins, heppnaðist dagurinn vel. „Við fengum auðvitað þetta stórkostlega veður og það var frábær stemning meðal hlaupara og áhorfenda. Hér voru um 250 manns og fólki leiddist ekki í blíðunni", segir Sigmundur. Að hans sögn heppnaðist framkvæmd hlaupsins mjög vel og vildi hann koma þökkum á framfæri við alla þá sem hjálpuðu á einn eða annan hátt.

 

Hlaupið var nú haldið þriðja árið í röð en þar er hlaupin hin stórbrotna leið fyrir Svalvoga, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Áður en Elís Kjaran gerði veginn sem hlaupið er eftir var engin vegtenging milli Lokinhamradals og þjóðvega landsins. Hlaupið er þó nefnt Vesturgatan en það nafn kom fyrst fram hjá Ólafi Erni hótelstjóra á Ísafirði seint á síðustu öld í tengslum við kynningu á leiðinni sem göngu- og hjólaleið. Heimamenn í Dýrafirði hafa einnig nefnt veginn Kjaransbraut, Elísi Kjaran til heiðurs.

 

Annars voru úrslit mótsins eftirfarandi:

Heil Vesturgata - karlaflokkur
1. sæti Sigurður Hansen 1:42:26
2. sæti Guðmann Elísson 1:48:30
3. sæti Guðmundur Guðnason 1:54:07


Heil Vesturgata - kvennaflokkur
1. sæti Martha Ernstsdóttir 1:45:22
2. sæti Bryndís Ernstsdóttir 1:49:14
3. sæti Hrefna Bjarnadóttir 2:05:47


Hálf Vesturgata - karlaflokkur
1. sæti Ellert Örn Erlingsson 0:53:22
2. sæti Halldór Daðason 0:55:39
3. sæti Sigurjón Hallgrímsson 0:55:47


Hálf Vesturgata - kvennaflokkur
1. sæti Aníta Hinriksdóttir 0:52:28
2. sæti Alma María Rögnvaldsdóttir 1:01:37
3. sæti Monika Freysteinsdóttir 1:05:33

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31