A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
19.09.2017 - 06:38 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Bjarni Guðmundsson

Björgvin Hofs Gunnarsson - Fæddur 23. nóv. 1931 - Dáinn 24. ágúst 2017 - Minning

Björgvin Hofs Gunnarsson (1931 - 2017).
Björgvin Hofs Gunnarsson (1931 - 2017).
Björg­vin Hofs Gunn­ars­son fædd­ist 23. nóv­em­ber 1931. Hann lést 24. ág­úst 2017.

For­eldr­ar hans voru Gunn­ar Guðmunds­son, f. 1898, og Guðmunda Jóna Jóns­dótt­ir, f. 1905.

Björg­vin kvænt­ist þann 16. júní 1979 Borg­hildi H. Flórents­dótt­ur, f. 6.9. 1941. Hann átti eina dótt­ur, Söndru, f. 2.2. 1962, með fyrri eig­in­konu sinni, Svan­björgu Hró­bjarts­dótt­ur.

Útför­in fór fram frá Grafar­vogs­kirkju í gær, 18. sept­em­ber 2017.

_______________________________________________________

Minningarorð Bjarna Guðmundssonar

 

Fyr­ir nokkru dreymdi mig að lit­skær ljós höfðu verið tendruð á bæj­ar­hóln­um að Hofi heima í Kirkju­bóls­dal, en þar voru ljós síðast slökkt fyr­ir rétt­um sex­tíu árum. Dag­inn eft­ir frétti ég lát Björg­vins frá Hofi.

Björg­vin var nægi­lega mörg­um árum eldri en ég til þess að vekja eft­ir­tekt mína og aðdáun fyr­ir margt í dag­legu fari. Á Hofi var rek­inn nú­tíma bú­skap­ur á þeirr­ar tíðar kvarða – vél­ar voru komn­ar til margra verka, að ég nú ekki gleymi hon­um Willys, Í-19.

Mjög ung­ur var Björg­vin sett­ur til að vinna með þess­um tækj­um og fórst það sér­lega vel úr hendi. Vorið man ég til dæm­is þegar hann vann stóra ný­rækt­ar­sléttu með Ford­son gamla, grjót­hreinsaði flagið vendi­lega, lét sér ekki nægja að fleygja stein­un­um út fyr­ir spildu­brún held­ur ók þeim fram fyr­ir tún og hlóð þeim þar upp svo skipu­lega að okk­ur Kirk­bæl­ing­um varð stór spurn hvaða hús Hofs­menn væru nú að reisa. Hleðsluna má enn sjá. Síðan herfaði Björg­vin flagið svo kálg­arður hefði getað orðið og var fljót­ur að; þá björtu vor­daga fékk Ford­son að sýna hvað hann gat og vél­ar­dyn­ur ómaði um dal­inn. Óneit­an­lega fannst okk­ur líka tign­ar­legt að sjá Í-19 aka við ryk­mökk áleiðis til Þing­eyr­ar, sýni­lega und­ir stjórn Björg­vins, því Gunn­ar faðir hans ók jafn­an af still­ingu og með hægð, 20 km/​klst. töldu kunn­ug­ir.

Og einn dag­inn blasti við okk­ur frá Bóli und­ar­legt merki í sum­argræn­um bæj­ar­hóln­um á Hofi. Snún­ingastrák­ur að sunn­an tjáði okk­ur að þetta væru staf­irn­ir OK, am­er­ískt tákn sem mjög væri nú tekið að nota þar syðra. Það frétt­ist seinna að Björg­vin hefði verið þar að verki, ný­bú­inn að hvetja ljá sinn; list­fengi sláttu­manns­ins hafði leitað út­rás­ar en það var og er ein­kenni Hofs­manna að blanda dag­legri iðju og þrá til list­sköp­un­ar sam­an til gagn­legs og gleðjandi ár­ang­urs.

Já, víst var Björg­vin á Hofi í mín­um aug­um mik­ill töffari, hefði það orð verið til á sam­vist­ar­dög­um okk­ar heima í Kirkju­bóls­dal – og margra fleiri. Svo varð vík á milli vina. Skil­vinda tím­ans hóf suðandi að vinna sitt verk. En eitt breytt­ist aldrei: Það var vinátta Björg­vins og hlýhug­ur hans til æsku­heim­il­is okk­ar á Kirkju­bóli; draum­ljós mín í bæj­ar­hóln­um á Hofi minntu mig á það. Tryggð hans til dæm­is við móður okk­ar og móður­bróður á meðan öll lifðu mun­um við systkin­in ekki gleyma. Það vin­arþel, með öll­um æskuminn­ing­un­um, er þakkað nú þegar Björg­vin er all­ur. Fjöl­skyldu hans, systkin­um og ást­vin­um öðrum sendi ég samúðarkveðju.

Blessuð sé minn­ing Björg­vins Hofs Gunn­ars­son­ar.

 

Bjarni Guðmunds­son.
 
Morgunblaðið 18. september 2017.
 
 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31