A A A
  • 1931 - Valgerđur Kristjánsdóttir
  • 1956 - Auđbjörg Halla Knútsdóttir
  • 1984 - Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
  • 1988 - Emil Ólafur Ragnarsson
18.10.2017 - 06:55 | Vestfirska forlagiđ,Valdimar H. Gíslason,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Bjarni Pálsson - Fćddur 18. júlí 1936 - Dáinn 3. október 2017 - Minning

Bjarni Pálsson (1936 - 2017).
Bjarni Pálsson (1936 - 2017).
« 1 af 4 »
Bjarni Páls­son, fv. skóla­stjóri Núps­skóla í Dýraf­irði og fram­halds­skóla­kenn­ari í Garðabæ, fædd­ist í Reykja­vík 18. júlí 1936. Hann lést 3. októ­ber 2017.

Bjarni var son­ur Önnu Árna­dótt­ur hús­móður frá Stóra-Hrauni, f. 26. júlí 1901, d. 29. fe­brú­ar 1996, og Páls Geirs Þor­bergs­son­ar, verk­stjóra, frá Syðri Hraun­dal, f. 29. júní 1894, d. 17. maí 1979. Systkini hans eru Anna María Elísa­bet, hús­móðir, f. 8. sept­em­ber 1925, d. 19. októ­ber 1974, og Árni, fv. sókn­ar­prest­ur í Kópa­vogi, f. 9. júní 1927, d. 16. sept­em­ber 2016.

Bjarni lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1958 og hlaut síðar kennslu­rétt­indi sem fram­halds­skóla­kenn­ari. Fram­an af sinnti hann ýms­um störf­um, meðal ann­ars hjá bíla­leig­unni Fal í Reykja­vík, við kennslu í Nes­kaupstað og við Gagn­fræðaskól­ann við Lind­ar­götu.

Bjarni var kenn­ari og síðar skóla­stjóri Núps­skóla í Dýraf­irði frá 1960-1961 og 1968-1981. Hann var kenn­ari við Fjöl­brauta­skóla Garðabæj­ar frá stofn­un skól­ans, þar til hann lét af störf­um vegna ald­urs árið 2001. Bjarni sinnti einnig bók­halds­vinnu og ráðgjöf fyr­ir ýmsa aðila allt til dán­ar­dags.

Sam­hliða kennslu­störf­um sinnti Bjarni ýms­um trúnaðar­störf­um. Hann var í stjórn SÁÁ allt frá stofn­un sam­tak­anna til æviloka. Bjarni var alla tíð virk­ur í stjórn­mál­um og var í fram­boði til Alþing­is bæði fyr­ir Sam­tök frjáls­lyndra og vinstri manna og Alþýðuflokk­inn. Hann skrifaði rit­stjórn­ar­grein­ar fyr­ir Alþýðublaðið um tíma og gegndi mörg­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Alþýðuflokk­inn og síðar Sam­fylk­ing­una. Bjarni var mik­ill áhugamaður um flug og á árum sín­um vest­ur á fjörðum lauk hann flug­prófi og skemmti vin­um og ætt­ingj­um með út­sýn­is­flug­ferðum.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bjarna er Val­borg Þor­leifs­dótt­ir, f. 31. októ­ber 1938, fv. kenn­ari og líf­einda­fræðing­ur. Val­borg er dótt­ir Þor­leifs Jóns­son­ar, lengst af bú­setts í Hafnar­f­irði, síðar sveit­ar­stjóra á Eskif­irði, f. 16. nóv­em­ber 1896, d. 29. sept­em­ber 1983 og Hrefnu Eggerts­dótt­ur hús­móður, f. 15. júní 1906, d. 20. mars 1965.

Börn þeirra hjóna Bjarna og Val­borg­ar eru:
1) Þor­leif­ur, deild­ar­stjóri hjá Advania, f. 24. októ­ber 1963, eig­in­kona hans er Hild­ur Ómars­dótt­ir, yfirþroskaþjálfi hjá Kópa­vogs­bæ, f. 11. ág­úst 1970. Þeirra syn­ir eru Bjarni, f. 23. sept­em­ber 1997, og Ómar Þór, f. 8. júlí 2000.
2) Hrefna, tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 14. júlí 1965, eig­inmaður henn­ar er Bjarni Birg­is­son, tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 9. des­em­ber 1964. Þeirra börn eru Daði, verk­fræðing­ur, f. 28. fe­brú­ar 1987, Andri, tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 6. mars 1993, og Nanna Krist­ín, f. 27. ág­úst 2002.
3) Anna, leik­skóla­stjóri í Garðabæ, f. 24. mars 1971, sam­býl­ismaður henn­ar er Jón Emil Magnús­son sviðsstjóri, f. 15. sept­em­ber 1964. Börn Önnu og fv. eig­in­manns, Hlyns Hreins­son­ar, f. 4. janú­ar 1969, eru Huld­ar, f. 31. maí 1998, Hrefna, f. 28. mars 2001, og Hreiðar Örn, f. 16. mars 2005.
4) Páll Geir, dag­skrár­stjóri hjá SÁÁ, f. 31. júlí 1972. Dótt­ir hans og fv. eig­in­konu, Rachelle Nicole Wilder, f. 21. sept­em­ber 1980, er Val­borg Leah, f. 1. maí 2009.

Útför­in fer fram frá Hall­gríms­kirkju í dag, 18. októ­ber 2017, klukk­an 13

_________________________________________________________________

 

Minningarorð Valdimars H. Gíslasonar að Mýrum í Dýrafirði

 

Í dag kveðjum við Bjarna Páls­son, fyrr­ver­andi kenn­ara og skóla­stjóra á Núpi í Dýraf­irði. Við Bjarni vor­um sam­starfs­menn þar í 13 ár. Af þeim var Bjarni skóla­stjóri í níu ár, 1972-1981. Það var skemmti­legt að starfa með hon­um og und­ir hans stjórn. Hann var þannig per­sóna, glaðvær og hress í viðmóti. Á þess­um árum var ég ókvænt­ur og bjó á skóla­tíma einn í íbúð á Núpi. Á kvöld­in leit ég gjarn­an inn til sam­kenn­ara minna til að njóta þar glaðværra sam­skipta og kaffi­veit­inga. Oft­ar en ekki lá leiðin til Bjarna og Val­borg­ar. Þar var allt til reiðu sem gesti gleður, bæði hjón­in létt og alúðleg í viðmóti. Bjarni var sögumaður góður eins og hann átti kyn til. Oft var langt liðið á kvöld þegar sam­ræðum var slitið, ekki síst ef gest­ir voru fleiri eins og oft bar við. Mér eru sér­stak­lega minn­is­stæð kvöld­in þegar Jón Aðal­björn Bjarna­son ljós­mynd­ari var mætt­ur. Þá varð svefn­tím­inn jafn­an stutt­ur. Á tíma­bili var Bjarni makk­er minn í brids. Við keppt­um á nokkr­um brids­mót­um og beitt­um þá okk­ar skæðasta vopni, hrepp­stjóra­spaða. Ekki náðum við þó að vinna til verðlauna.

 

Eitt sinn fór­um við Bjarni tveir sam­an í ut­an­lands­ferð. Þetta mun hafa verið sum­arið 1970. Við flug­um til Kaup­manna­hafn­ar og eft­ir viðdvöl þar héld­um við til Þýska­lands. Í Ham­borg keypti Bjarni bíl sem við ferðuðumst á suður um Ítal­íu og síðan upp Frakk­land þar sem við höfðum viku stans í Par­ís. Þaðan var haldið til London, bíll­inn sett­ur þar í skip og við sigld­um heim með Gull­fossi frá Ed­in­borg í Skotlandi. Þetta var mikið og skemmti­legt ferðalag. Bjarni sá fyr­ir öllu, ók eins og ekk­ert væri um stór­borg­ir og fann gisti­staði þótt aldrei væri neitt pantað fyr­ir­fram. Hann var órag­ur maður og úrræðagóður. Kom það vel fram við stjórn hans á Núps­skóla.

Það var ekki auðvelt verk­efni að reka héraðsskól­ana. Þar var í mörg horn að líta. Á hverju ári þurfti að glíma við fjár­veit­inga­valdið og knýja á um fjár­veit­ing­ar til skól­anna. Rekst­ur mötu­neyta þurfti að bera sig. Umönn­un ung­linga á heima­vist­um var er­ilsamt og vanda­samt verk­efni. Aðstaðan á Núpi var að sumu leyti erfiðari en á öðrum héraðsskól­um. Sam­göngu­leiðir þangað lang­ar og erfiðar, m.a. vegna snjóa, og þar er ekki jarðhiti, upp­hit­un­ar­kostnaður því mik­ill. Flest úr­lausn­ar­efni sem hér hafa verið nefnd hvíldu á herðum skóla­stjór­ans.

Bjarni var far­sæll skóla­stjóri. Hann flutti aldrei skamm­ar­ræður en leysti mál­in með lempni. Þá naut hann dyggr­ar aðstoðar Val­borg­ar konu sinn­ar. Þau létu sér annt um vel­ferð nem­end­anna sem upp til hópa bera þeim vel sög­una og hafa með lífi sínu og störf­um síðar aukið hróður skól­ans.

Vinátt­an við Bjarna og fjöl­skyldu hef­ur hald­ist óskert þótt sam­fund­um hafi fækkað. Að leiðarlok­um þökk­um við langa og ánægju­lega sam­fylgd. Val­borgu og fjöl­skyldu vott­um við inni­lega samúð.

 

Valdi­mar H. Gísla­son

og fjöl­skylda, Mýr­um.

 __________________________________________

 

Minningarorð Finnboga Hermannssonar

 

Geng­inn er góður dreng­ur og með sorg í sinni skrifa ég fá­ein kveðjuorð eft­ir Bjarna Páls­son, kenn­ara og skóla­stjóra. Fund­um okk­ar bar fyrst sam­an fyr­ir tæp­um fjöru­tíu árum þegar ég var ráðinn kenn­ari að Núpi í Dýraf­irði. Þangað flutti ég ásamt konu minni, Hans­ínu Guðrúnu, og frum­vaxta syni henn­ar, Heiðari Svani. Þegar við riðum í hlað á Núpi hafði fá­tæk­leg bú­slóð okk­ar þegar verið flutt á sinn stað í góðri íbúð í gamla skól­an­um gegnt Núps­kirkju.

 

Um þær mund­ir hafði verið fundið upp hug­takið al­tæk stofn­un. Heima­vist­ar­skóli var sortéraður sem al­tæk stofn­un þar sem einn karl eða kerl­ing réð fyr­ir slökkvar­an­um. Flest­ir nem­end­ur beygðu sig und­ir húsaga og þá gekk allt smurt. Næg afþrey­ing var á Núpi, útiíþrótt­ir, sund­laug og gufubað, sjoppa og meira að segja al­vöru bíó. Bjarni Páls­son var í ess­inu sínu þegar hann var að sýna has­ar­mynd­ir sem voru oft á gráu svæði fyr­ir börn og ung­linga.

Miðlæg stofn­un á heima­vist­ar­skóla var mötu­neytið. Þar gat gengið á ýmsu og sum­ir ung­ling­ar höfðu lítt van­ist manna­mat. Þó var allt orðið roðlaust og bein­laust á þess­um tíma og ekki þurfti að ru­stera neitt eða skræla. Bar þá við einn erfiðan dag í fe­brú­ar að kokk­ur­inn var grýtt­ur með dýr­ind­is kjöt­boll­um. Þegar hríðinni linnti gekk skóla­stjór­inn í það sjálf­sagða verk að þrífa veggi og loft með nem­end­um og eft­ir­mál lít­il. Fræðslu­stjór­inn Sig­urður KG á Ísaf­irði fékk veður af orr­ust­unni og hringdi í Bjarna og var áhyggju­full­ur. „Það er nú allt í lagi að þeir grýti kokk­inn á meðan þeir grýta ekki mig,“ svaraði Bjarni og málið var dautt.

Núp­ur er ekki í al­fara­leið og einatt kvíðvæn­legt að koma nem­end­um að og frá. Oft gekk á með hríðarbylj­um og vet­ur voru erfiðari en nú. Á fundi héraðsskóla­stjóra með ráðuneyt­is­mönn­um var brýnt fyr­ir þeim að sleppa liðinu ekki í jóla­frí fyrr en al­veg und­ir jól og til tek­inn dag­ur. Um þetta varð japl þangað til Bjarni Páls­son stundi við: „Ég er nú van­ur að senda það heim þegar rof­ar til.“ Og þá var málið líka dautt.

Þrjá vet­ur þreyði ég þorr­ann og gó­una með Bjarna Páls­syni á Núpi. Þá sagði hann vera að koma að því að flytja suður ef þau ætluðu ekki að ílend­ast.

Þau fluttu í Garðabæ, við Hans­ína á Ísa­fjörð.

Bjarni Páls­son spurði aldrei um fortíð þeirra sem sóttu um skóla­vist á Núpi, nem­end­ur komu bara á eig­in for­send­um. Hann hafði gott lag á að und­ir­vísa í reikn­ingi og var fjölda ára stærðfræðikenn­ari í Garðabæ.

Get ekki stillt mig um að segja enn eina sögu af Bjarna Páls­syni. Þegar Guðrún móðir mín var jörðuð í des­em­ber 2015, 102 ára göm­ul, var framið bankarán meðan á jarðarför­inni stóð. Erfi­drykkj­an fór fram á Naut­hól við ræt­ur Öskju­hlíðar. Öskju­hlíðin var um­kringd sér­sveit­ar­mönn­um að finna ræn­ingj­ana og einnig um­hverf­is Naut­hól. Þegar ég sagði Bjarna þarna í erfi­drykkj­unni að banki hefði verið rænd­ur í Borg­ar­túni svaraði hann að bragði: „Var það utan eða inn­an frá?“

Læt ég hér nótt sem nem­ur og við Hanna vott­um Val­borgu og börn­um og barna­börn­um okk­ar dýpstu samúð.

 

Finn­bogi Her­manns­son og Hans­ína Guðrún Garðars­dótt­ir.
 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 18. október 2017.

 

 

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30