A A A
  • 1939 - Elínbjörg Snorradóttir
08.08.2016 - 22:33 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Berjasprettan - „Þetta er sviðin jörð, Halli minn“

Frá hinu fræga berjalandi á Baulhúsum í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Ljósm. H. S.
Frá hinu fræga berjalandi á Baulhúsum í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Ljósm. H. S.

Það var á þeim árum þegar Baulhús í Arnarfirði voru landsfræg fyrir krækiberjasprettu á árum áður. Þar mátti oft sjá tugi manns við berjatínslu á haustin. Sumir voru að tína til að selja og mátti hafa góðan pening upp úr því. Einn sá harðasti í tínslunni var Jón Þorsteinn Sigurðsson refur á Þingeyri. Lá hann oft við í tjaldi ásamt Halldóru Vagnsdóttur, eiginkonu sinni sem var forkur duglegur. Var Land-Roverinn hans oft troðinn og skekinn af berjum eftir daginn. Síðan voru þau send með flugi suður frá Þingeyri, beint í ginið á markaðnum.

   Jæja. Nú var það einn dag að við áttum erindi út á sveit. Sáum við þá hvar þau hjón voru að tína og mokuðu upp berjunum. Var gamli rebbi með ógnarstóra tínu sem auðsjáanlega var búin til úr stórum smurolíubrúsa.

   „Þetta er nú bara þokkalegt áhald sem þú ert með, Nonni minn,“ sögðum við.

   „Oh, þetta er helvískur bölvaður lurkur, Halli minn,“

   „Er ekki eitthvað að hafa, Nonni minn, sögðum við

   „Þetta er sviðin jörð, Halli minn,“ svaraði þá gamli rebbi og hélt áfram að moka upp kolsvörtum krækiberjunum.

   En hvernig ætli berjasprettan sé hér um slóðir í ár?

   Nánar um það síðar.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30