19.05.2014 - 13:06 | BIB
Basil fursti og Svarti prinsinn
Vestfirska forlagið hefur endurlífgað hinn snjalla Basil fursta og gefur nú út 8. heftið um æsileg ævintýri hans.
Eins og í fyrri bókum á Basil hér í höggi við skúrka og illmenni og Svarti prinsinn kemur mjög við sögu. Eins og bókaforlagið bendir sjálft á eru bækurnar um Basil fursta enginn verðlaunaskáldskapur, en skemmtilegar eru þær.
Engum ætti að leiðast.