A A A
  • 1940 - Svanberg Einarsson
  • 1959 - Ragnar Ólafur Guđmundsson
  • 1965 - Egill Eiríksson
29.11.2009 - 23:39 | SFŢ

Baráttufundur á Ísafirđi 28. nóvember

Frá borgarafundinum í gćr. Myndirnar tók Sigmundur F. Ţórđarson
Frá borgarafundinum í gćr. Myndirnar tók Sigmundur F. Ţórđarson
« 1 af 10 »
Aðgerðarhópurnn Áfram vestur stóð fyrir borgarafundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær. Fundurinn var til stuðnings Dýrafjarðargöngum og því að tengja saman byggð á Vestfjörðum með heilsárs öruggum samgöngum. Á annað hundrað manns mættu á fundinn en honum stjórnaði Kristinn H. Gunnarsson af mikilli röggsemi. Þorleifur Eiríksson frá Náttúrustofu Vestfjarða var með kynningu um umhverfismat fyrir Dýrafjarðargöng og var gerður góður rómur að kynningu hans. Það sama má segja um kynningu Gísla Eiríkssonar frá Vegagerðinni, á störfum og verkefnum nefndar samgönguráðherra um heilsársveg yfir Dynjandisheiði. Þau ávörp sem flutt voru, voru einkar áhugaverð og komu frummælendur með breiða og góða sýn á hversu mikilvægt er að tengja leiðina vestur með heilsárssamgöngum sem fyrst. Þetta er, eins og fram kom á fundinum, í þágu allra landsmanna og ekkert einkamál Vestfirðinga. Það skal jú vera fært í báðar áttir. Samgönguráðherra ávarpaði fundinn og kom berlega í ljós að hann gerir sér grein fyrir ástandinu og vill úrbætur sem fyrst. Til þess þarf þó fjármagn. Eins og margoft hefur komið fram eru Dýrafjarðargöngin inni á samgönguáætlun og eru þar næsta stórverkefni sem ber að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Einnig ávörpuðu þau fundinn alþingismennirnir Einar Kristinn Guðfinnsson, Ólína Þorvarðardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir og lýstu eindregnum stuðningi sínum við málið. Var það mál fundarmanna að fundurinn hafi verið mjög góður og mikil samstaða um málið. Í lok fundar lagði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Halldór Halldórsson fram tillögu aðgerðarhópsins, sem fylgir hér með. Var tillagan einróma samþykkt og fundi slitið.

Fleiri myndir frá fundinum ásamt dagskrá fundarins og tillögu aðgerðarhópsins má finna hér.
« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31