A A A
01.12.2015 - 18:33 | Hallgrķmur Sveinsson,Gušmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Banki allra landsmanna 1. grein: - Viš žurfum jafnvęgi ķ byggš landsins og hananś Vilhjįlmur!

Vilhjįlmur Bjarnason.
Vilhjįlmur Bjarnason.

Sparisjóðirnir voru akkeri byggðanna. Þeir voru nokkurs konar samfélagsbankar ef mönnum leyfist að nota það orð. Þar stjórnuðu heimamenn öllu innan stokks. Svo var haldinn aðalfundur einu sinni á ári. Spilin lögð á borðið. Þegar ekki var hægt að fá fimmeyring í stóru bönkunum, þá lánuðu sparisjóðirnir sínu heimafólki, til dæmis þegar menn voru að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Peningar fólksins sjálfs voru í vinnu heimafyrir. Það var ekki um að tala að stóru bankarnir vildu lána fólki út á íbúðarhús í einhverjum krummaskuðum. Þetta er okkur minnisstætt. Allur hagnður sparisjóðanna fór í uppbyggingu í heimahéraði. Það var mikil handvömm þegar við glopruðum flestum þeirra niður. Erum að bíta úr nálinni með það þessi misserin.   

   Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og alþingismaður, meira að segja Hornstrendingur í einn kantinn, skrifar stundum flottar greinar í Moggann. Þær er oft gaman að lesa. Um daginn skrifar hann um Samfélags hvað? Samfélagsbanki miðlar gæðum til gæðinga segir Villi. Hann heldur að slík stofnun muni gefa vondu köllunum peninga og ekki vera rekinn með hagnað í huga.

   Kollegi Vilhjálms, Gísli Guðmundsson, fann upp hugtakið Jafnvægi í byggð landsins fyrir mörgum áratugum. Margir höfðu þetta að skotspæni að ófyrirsynju og hentu jafnvel gaman að. Þetta má vel rifja upp því stór hluti þjóðarinnar vill einmitt slíkt jafnvægi, en ekki bara að allir kúldrist í Stór-Reykjavík. Spyrja má: Væri ekki upplagt að Landsbankinn hefði það hlutverk eitt að stuðla að jafnvægi í byggð landsins?  Við eigum öll þennana banka saman, eða svo er sagt. Af hverju ekki að hafa sparisjóðina sem fyrirmynd að slíkri lánastofnun, Vilhjálmur? Er það einhver goðgá?

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31