Fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður á morgun haldinn í Blábankanum á Þingeyri og hefst klukkan 17. Hálftíma fyrr býðst íbúum að hitta bæjarfulltrúa á sama stað yfir óformlegu spjalli ef áhugi er fyrir hendi. Minnt er á að fundir bæjarstjórnar eru opnir gestum.