A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
19.03.2017 - 20:18 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

BLÁSARINN PRÓFAÐUR Á HRAFNSEYRARHEIÐI

Einn af vorboðunum á Vestfjörðum er þegar að vegirnir yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru opnaðir, oftar en ekki eftir margra mánaða vetrarlokanir. Hyllir nú mögulega undir þá tíð að Vestfirðingar þurfi ekki að aka 450 kílómetra leið á milli byggðalaga á norður- og suðursvæðum fjórðungsins, en í gærmorgun mátti sjá Gunnar Sigurðsson byrja að ryðja Hrafnseyrarheiði í blíðskaparveðri. Guðmundur Björgvinsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Vestfjörðum, segir að ekki sé víst að heiðin verði opnuð alveg á næstunni en verið sé að kanna aðstæður til opnunar, jafnframt því sem verið er að prófa snjóblásara Vegagerðarinnar eftir allsherjar viðgerð. Guðmundur segir þó tíðarfar vetrarins geta gefið ástæðu til bjartsýni þar sem ákaflega snjólétt hafi verið á Vestfjörðum.

Ákvörðun um opnun heiðanna verður tekin eftir helgi.
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31