21.11.2016 - 21:50 | Vestfirska forlagið,Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Aukaaðalfundur Verk Vest 7. desember 2016
Eins og kom fram í frétt hér á vef félagsins var samþykkt á framhaldsþingi Alþýðusambands Vestfjarða að sambandið rinni inn í Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Til þess að svo geti orðið þarf að halda aukaaðalfund félagsins þar sem bornar verða upp tillögur um laga og reglugerðarbreytingar varðandi samrunann.
Aukaaðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 7. desember 2016 kl.18.00 á Hótel Ísafirði.
Dagskrá:
- Tillaga um samruna ASV og Verk Vest
- Lagabreytingar
- Tillögur um reglugerðabreytingar:
- Starfs- og siðareglur
- Reglugerð Vinnudeilusjóðs
- Önnur mál
Allir félagsmenn eiga jafnan atkvæðis- málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi og eru hvattir til að nýta sér þann rétt.
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga