A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
15.05.2015 - 20:34 | Hallgrímur Sveinsson

Ást viđ fyrstu sýn!

Bjössi á Ósi hitti Guđrúnu Gunnars söngkonu í Mjólkárvirkjun í dag. Fór vel á međ ţeim ţó ţau hafi aldrei sést áđur. Ljósm.:  Steinar R. Jónasson.
Bjössi á Ósi hitti Guđrúnu Gunnars söngkonu í Mjólkárvirkjun í dag. Fór vel á međ ţeim ţó ţau hafi aldrei sést áđur. Ljósm.: Steinar R. Jónasson.
« 1 af 2 »

Fórum í eftirlitsferðalag í Arnarfjörð í dag við Þorbjörn Pétursson bóndi á Ósi, á vegum Sauðfjárveikivarna auðvitað.

Komum m. a. við í Mjólkárvirkjun hjá Steinari Ríkarði Jónassyni, stöðvarstjóra og fjárræktarmanni þar. Þar hittum við Brynjólf nokkurn minka- og fjárbónda úr Skagafirði og að sjálfsögðu hestamann. Greinilega léttur náungi í lund og á fæti.

Þar hittum við einnig Pétur Jóhann, vélgæslumann. Var hellt á könnuna og farið yfir sviðið. Að sjálfsögðu var nýja bókin um Hornstrandir með í för og heimamönnum færð til lestrar. Sauðburður er að verða hálfnaður hjá fjárræktarmanninum og hefur gengið nokkuð vel. Bara gott hljóð í mönnum.

   Í miðjum klíðum kom kona nokkur létt á fæti inn í móttökuna hjá Seinari, fjallmyndarleg. Var það engin önnur en Guðrún Gunnars, söngkona og útvarpsmaður. Var hún að spyrja til vegar. Þau voru á ferðinni Sigga Beinteins og Jógvan frændi vor og söngvari frá Fjáreyjum. Voru á leið til Ísafjarðar að halda söngskemmtun.

Bjössi á Ósi lýsti því yfir að Guðrún væri einhver besta söngkona landsins. Féll það auðvitað í góðan jarðveg hjá henni og fleirum. Satt að segja var það bara ást við fyrstu sýn, ef segja skal eða þannig. Alla vega er myndin flott sem Steinar fjárræktarmaður tók af þeim saman.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31