A A A
24.04.2017 - 06:41 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Ásgeir forseti og Gvendur á Horni í sumarbyrjun: - „Ćtli mađur fylgi ţér ekki hringinn!“

Foirsetahjónin Dóra Ţórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.
Foirsetahjónin Dóra Ţórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.

Ásgeir Ásgeirsson hafði verið þingmaður lengi áður en hann var kjörinn forseti 1952. Fyrst sem framsóknarmaður, síðan óháður og síðast bauð hann sig fram sem alþýðuflokksmaður. Svo var það eitt sinn, þegar hann var í Alþýðuflokknum, að þau hjónin, hann og frú Dóra Þórhallsdóttir, voru á ferðalagi um kjördæmi Ásgeirs, Vestur-Ísafjarðarsýslu.

Frú Dóra sagði svo frá, að þau hefðu komið í Mosdal í Arnarfirði. Þau hittu þar m. a. Guðmund bónda Jóhannsson, Gvend á Horni. Spurði Ásgeir karl hvort hann myndi ekki kjósa hann í komandi kosningum. “Jú, jú, Ásgeir minn,” sagði Gvendur. “Ætli maður fylgi þér ekki hringinn!” 

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31