A A A
  • 1978 - Jolanta Sierzputowska
  • 1978 - Brynja K Svenna
08.10.2008 - 23:42 | Tilkynning

Árshátíđ Dýrfirđingafélagsins 18. október

Vetrarstarf Dýrfirðingafélagsins hefst formlega með árshátíðinni okkar þann 18. október nk. Árshátíðin hefur verið einn af föstum dagskrárliðum félagsins í gegnum árin. Í fyrra svöruðu félagsmenn, vinir og vandamenn, kallinu, fjölmenntu á árshátiðina og gáfu skýr skilaboð um áhuga sinn. Skemmtinefnd félagsins hefur verið að störfum og hefur mikla trú á að Dýrfirðingar hristi af sér efnahagsáhyggjudrungann og skundi í Fóstbræðraheimilið til að eiga þar glaða stund með vinum og ættingjum. Ekki veitir okkur af samveru með góðu og glaðværu fólk á erfiðum tímum. Þar eru auðvitað engir betri en Dýrfirðingar!

Eins og áður er það undir ykkur komið, félagsmenn góðir, hvort hægt er að halda árshátið. Við væntum þess að allir taki höndum saman og mæti á árshátiðina. Ennfremur að við hjálpumst að, hringjum í fimm vini og ættingja að vestan, biðjum þá að hringja í aðra fimm og svo koll af kolli.

 

Við erum svo heppin að í félaginu er stór hópur af fólki sem er reiðubúið að starfa fyrir félagið. Skemmtinefndin okkar hefur unnið hratt og vel og skipulagt skemmtun sem ætti að höfða til bæði ungra og aðeins eldri. Að venju mun hinn Dýrfirski glaðværi andi ráða ríkjum og við höfum áfram að leiðarljósi að ,,Maður er manns gaman".
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á árshátíðinni!

 

f.h. stjórnar og skemmtinefndar
Bergþóra Valsdóttir

 

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 18. október í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109-111, Reykjavík.
Húsið opnar kl. 19:00.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00

 

Í ár verður matseðillinn á þessa leið:
Sitrus marineraðir sjávarréttir, reyktur lax með piparrótarsósu,nautacarpaccio með parmesan og ruccola.
Ofnsteiktur svínakambur með sveppasósu
og lambalæri með piparsósu, steikt grænmetisblanda, kartöflugratin, ferskt salat og brauð
Kaffi og konfekt

 

Minni Dýrafjarðar verður flutt að venju, gleði og söngur eins og Dýrfirðingum einum er lagið. Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi. Veislustjóri verður Magnús Guðjónsson, fyrrum kaupfélagsstjóri. Miðaverð kr. 5.900,-

 

Eftir borðhald og skemmtun verður selt á ballið eins og hægt er vegna plássins á 1.500 krónur á mann.

Sala aðgöngumiða verður í Fóstbræðraheimilinu laugardaginn 11. okt. kl. 12:00 - 14:00 og fimmtudaginn 16. okt. kl. 18:00 - 20:00. Hægt er að taka frá sæti og borð, fyrstur kemur fyrstur fær ! Þeir sem vilja tryggja sér miða en komast ekki á forsöluna geta haft samband við Hönnu í síma 567-6323.

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29