A A A
  • 1939 - Elínbjörg Snorradóttir
Sér inn á Borgarfjörð. Karlsstaðir í forgrunni. Baðstofan var aðeins tvö stafgólf, eða tvær rúmlengdir. Ljósm. H. S.
Sér inn á Borgarfjörð. Karlsstaðir í forgrunni. Baðstofan var aðeins tvö stafgólf, eða tvær rúmlengdir. Ljósm. H. S.

Næst var komið við á Karlsstöðum innan Hrafnseyrar. Sú jörð var talin 12 hundruð að dýrleika. Þó þar sýnist ekki búskaparlegt að nútíma hætti, þá leyndi þessi litla jörð á sér. Þar bjuggu síðast Júlíus Pálsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau áttu fjölda barna.  

   Ein dóttir þeirra hjóna kom einu sinni við á Hrafnseyri. Þá sagði hún mér að foreldrar hennar hafi lagt mikla áherslu á að eiga alltaf næga mjólk fyrir barnahópinn. Ekki tókst það þó alltaf. Eitt vorið var vá fyrir dyrum. Engin mjólk af einhverjum ástæðum. Þá lét séra Böðvar Bjarnason á Hrafnseyri leysa eina vorbæruna úr fjósi hjá sér og teyma hana inn að Karlsstöðum. Það bjargaði heimilinu. Hún sagði að séra Böðvar hefði verið foreldrum sínum ákaflega hjálplegur.

Árið 1936 fluttust þau Júlíus og Ragnhildur að Gljúfrá innan Karlsstaða þegar Gísli V. Vagnsson og Guðrún S. Jónsdóttir fluttu að Mýrum. 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30