A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
08.02.2013 - 13:28 | KLR

Arnar Logi í öðru sæti

Mynd úr myndasafni Arnar Logi síðan 2012 (ekki af keppninni)
Mynd úr myndasafni Arnar Logi síðan 2012 (ekki af keppninni)
Síðast liðinn fimmtudag var haldin undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskolanna í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Þar steig á svið Þingeyringurinn Arnar Logi Hákonarson og landaði þar öðru sæti með laginu "Give me love" en hann íslenskaði textan ásamt Ragnheiði móðursystir sinni. Við spurðum hann aðeins útí keppnina.
 ,,-Ég var búinn að hugsa að taka þátt fyrir langa löngu, ég hef alltaf verið mikið fyrir að taka þátt í hlutum sem tengjast tónlist. Ég byrjaði að hugsa þetta einhverntímann í haust og um jólin var ég nokkurveginn búinn að sigta lag til að taka. Þá fór ég að reyna að þýða lagið en það gekk ekkert rosalega vel þannig ég leitaði til Heiðu frænku (systir mömmu) því ég vissi að hún væri flink í að skvera textum á íslensku. Hún hjálpaði mér með það og úr því kom þessi fíni texti.
En já, tíminn í undirbúning var þó nokkur."
Arnar Logi er við nám í Iðnskólanum í hafnarfirði og leggur þar nám við tækniteiknun. ,,Ég hef mikinn áhuga á að vinna eitthvað með tónlist í framtíðinni ef tækifæri gefst en annars hef ég ekkert íhugað það neitt alvarlega. En það er aldrei að vita hvað gerist
Upplifun mín á þessari keppni var bara ansi venjuleg. Ég bjóst ekki við neitt miklu en heldur ekkert of litlu. Kom mér samt á óvart hvað það voru fáir í kringum þessa keppni, þá meina ég áhorfendur, keppendur o.f.l.
Svona miðað við hvað þessar keppnir eru mikill viðburður í öðrum skólum þá fannst mér þetta vera svo lítið í þessum skóla.
En annars var ég bara nokkuð sáttur með mitt. "
Við munum ábyggilega heyra meira af honum Arnari Loga enda mjög flottur og fær tónlistarmaður hér á ferð. 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31