A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
13.12.2017 - 07:03 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Andlát - Þröstur Sigtryggsson skipherra

Þröstur Sigtryggsson, skipherra (1929 - 2017).
Þröstur Sigtryggsson, skipherra (1929 - 2017).
« 1 af 2 »
Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra lést síðastliðinn laug­ar­dag, 9. des­em­ber 2017. Hann var fædd­ur 7. júlí 1929, son­ur hjón­anna Hjaltlínu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur, kenn­ara og hús­freyju frá Brekku á Ingj­aldssandi, og séra Sig­tryggs Guðlaugs­son­ar, prests og skóla­stjóra á Núpi í Dýraf­irði. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur Sig­tryggs­son veður­stofu­stjóri.

Þröst­ur ákvað snemma að gera sjó­mennsku að ævi­starfi. Hann tók inn­töku­próf í 2. bekk far­manna í Stýri­manna­skól­an­um haustið 1952 og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um 1954 og lauk prófi í varðskipa­deild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni og varð skip­herra 1960 og starfaði þar uns hann lét af störf­um árið 1990, og hafði þá tekið þátt í þrem­ur þorska­stríðum.

Þröst­ur kenndi vet­urna 1990-1992 við grunn­skól­ann á Þing­eyri og stundaði sjó­sókn þaðan. Þá var hann skóla­stjóri barna­skól­ans á Núpi 1981 til 1983 og kenndi einnig við héraðsskól­ann þar.

Þröst­ur var mik­ill áhugamaður um golf á þess­um árum og stofnaði golf­fé­lagið Glámu á Þing­eyri og stóð að og hannaði 9 holu golf­völl þar vestra. Æsku­slóðirn­ar voru hon­um hug­leikn­ar og gerði hann æsku­heim­ili sitt, Hlíð í Dýraf­irði, að menn­ing­ar­minja­safni. Átti hann hug­mynd að rit­un sögu Núps­skóla. Sú hug­mynd varð að veru­leika og kom bók­in sem Aðal­steinn Ei­ríks­son ritaði út í sum­ar þegar 110 ár voru frá stofn­un skól­ans. Minn­inga­bók Þrast­ar, Spaug­sami spör­fugl­inn, kom út 1987. Þröst­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1976.

Vorið 1954 kvænt­ist Þröst­ur Guðrúnu Páls­dótt­ur sjúkra­liða (f. 1933, d. 2013. Börn þeirra eru Mar­grét Hrönn, Bjarn­heiður Dröfn og Sig­trygg­ur Hjalti. Fyr­ir átti Þröst­ur dótt­ur­ina Kol­brúnu Sig­ríði. – Eft­ir lát eig­in­konu sinn­ar eignaðist Þröst­ur góðan fé­laga og vin, Hall­fríði Skúla­dótt­ur.

Útför Þrast­ar verður gerð frá Grafar­vogs­kirkju næst­kom­andi þriðju­dag, 19. des­em­ber 2017, kl. 15.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31