A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
Hrafnseyri. Mynd: www.hrafnseyri.is
Hrafnseyri. Mynd: www.hrafnseyri.is
Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps var haldinn að Auðkúlu 8.júní 2009 og lagði fram tvær ályktanir. Önnur er sú að félagið varar eindregið við að Íslendingar gangi í Efnahagsbandalagið og skorar á Íslendinga að þjappa sér saman um íslenskar framleiðslugreinar til lands og sjávar. Seinni ályktunin var sú að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að jörðin Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, verði auglýst laus til ábúðar sem allra fyrst.

 

Þegar síðustu ábúendur á Hrafnseyri skiluðu af sér staðnum vorið 2005, eftir 40 ára búskap, var tekin sú ákvörðun að leggja af sauðfjárbúskap á jörðinni og fullvirðisréttur hennar, að andvirði sex og hálf milljón króna, seldur. Þegar þetta átti sér stað, var landbúnaður á Íslandi litinn hornauga af mörgum. Og þá voru svokallaðir peningamenn í óða önn að kaupa upp fjöldann allan af bújörðum á landinu sér til gamans. En nú er uppi annar óður og menn líta á landbúnaðinn sem eina af vonarstjörnum í þrengingum þjóðarinnar. Að leggja af búskap á Hrafnseyri voru afdrifarík mistök sem voru þó að vissu leyti skiljanleg miðað við tíðarandann sem ríkjandi var til skamms tíma. En mistök er hægt að leiðrétta. Og nú er lag.

 

Á Hrafnseyri eru öll skilyrði til að þar megi reka notagott sauðfjárbú á vestfirskan mælikvarða við núverandi húsakost sem vel ætti að duga um sinn. Auk þess er stofn að æðarvarpi til staðar. Nýbyggingar geta beðið betri tíma. Þjóðin þarf á því að halda að nýta það sem fyrir er vítt og breytt um landið. Nú eru mörg sóknarfæri í sauðfjárrækt og þau þarf að hagnýta á skynsamlegan hátt. Aðalfundurinn telur það algjöra tímaskekkju að hafa starfsmann á fullum launum vegna Hrafnseyrar, sem aðeins er á staðnum nokkrar vikur á ári og hann hafður mannlaus meginhluta ársins. Byggja þarf staðinn ungu fólki með áhuga og hugsjónir í brjósti, þannig að búskapur verði aftur stundaður á Hrafnseyri þegar 17. júní 2011 rennur upp.

 

Hallgrímur Sveinsson tók saman.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30