A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í tilefni dagsins: Karlssonur að vestan fór út í heim 4. grein

Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur skrifaði svo (Hugvekja til Íslendinga):

 

„Alþingisgreinar Jóns Sigurðssonar á árunum 1841-1848 mætti allt eins flokka undir uppeldismál eins og stjórnmál. Þessar ritgerðir eru ekki aðeins einstæðar í íslenskum stjórnmálabókmenntum. Mér er til efs, hvort þær eigi sinn líka meðal sams konar rita í Norðurálfunni á þessum árum. Í ritum og ræðum borgaralegra þjóðfrelsismanna um miðja 19. öld má oft merkja falinn ótta við alþýðuna á bak við hina pólitísku trúarjátningu. Það er ölmusubragð að þeim réttindum, er frjálslyndu flokkarnir gáfu alþýðunni. Jón Sigurðsson mun aldrei hafa vanmetið leiðtogahlutverk sitt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu, en hjá honum kennir aldrei hroka gagnvart þeim, sem hann tekur forustu fyrir. Jón Sigurðsson leit ekki á almúgann sem sinnulausa atkvæðahjörð. Í alþingisritgerðum sínum hvetur hann hvern mann til að búa sig undir Alþingi, svo sem hann ætti sjálfur að verða fulltrúi, en draga sig ekki aftur úr „af smámennsku, eða sérlund, eða kvíða“. Eftir fyrsta þingið ræður hann alþýðu, en einkum kjósendum, til að hafa „gætur á fulltrúum sínum og skapa alþýðlegt álit á málunum.“          

         

Það er einmitt þetta sem við þurfum lífsnauðsynlega á að halda í dag: Alþýða manna verður að fylgjast með fulltrúum sínum, að þeir geri ekki tóma vitleysu. Fulltrúarnir þurfa aftur á móti að spyrja alþýðuna hvað það er sem hún vill í hinum stærri málum. Það er þetta alþýðlega álit á málunum sem Jón forseti talar um sem menn í dag kalla beint lýðræði. Þetta er krafa dagsins. Við höfum til þess öll tæki og tól. 

 

17. júní 2015


Hallgrímur Sveinsson.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31