A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
16.04.2015 - 09:53 | Björn Ingi Bjarnason

„Alltaf fer ég vestur“

Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.
Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.
« 1 af 2 »

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri efnir til stórhátíðar í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, föstudagskvöldið 17. apríl 2015, undir yfirskriftinni „Alltaf fer ég vestur“.

Þarna er um að ræða sameiginlea vorhátíð Flateyringa, Dýrfirðinga og Súgfirðinga. Eftir borðhald og alls konar skemmtilegheit, sér Flateyrarhljómsveitin ÆFING um að þetta verði almennilegt skrall.

Hljómsveitin Æfing gaf út plötu á síðasta ári sem notið hefur mikilla vinsælda hjá unnendum skemmtilegrar tónlistar.

Aðalsprauta hljómsveitarinnar, tónlistarmaðurinn Siggi Björns, heimsótti Bændablaðið í vikubyrjun ásamt fríðu föruneyti Guðmundar Sigurðssonar. Siggi hefur um áratuga skeið búið og starfað við tónlistarflutning í Danmörku og í Þýskalandi og slær þar hvergi af. Þegar sól hækkar meira á lofti mun hann hefja sína 26. sumarvertíð í Borgundarhólmi, dönsku sólskinseyjunni í Eystrasalti. Þar er hann mjög vel kynntur og flaggað í ferðabæklingum við hlið þess athyglisverðasta sem þar er að finna á sumrin. Hann kemur samt nokkuð reglulega til Íslands bæði til að spila og hitta ættingja og vini.

 

Endurvekja vestfirsku ballstemninguna í höfuðborginni Þeir félagar voru ekki í nokkrum vafa um að allir þeir sem muna eftir 16. júní-böllunum á Súganda, hestamannaböllum á Þingeyri og Æfingaböllum á Flateyri munu mæta á hátíðina á Sögu. Hvetja þeir þá eldri og reyndari í hópi Flateyringa, Dýrfirðinga og Súgfirðinga sem og Ísfirðinga, Bolvíkinga og Súðvíkinga til að kynna þeim yngri sem þangað eiga ættir að rekja, hversu gríðarlega skemmtileg og menningarleg þessi böll voru. Við slíka upplýsingagjöf eru Siggi og Guðmundur vissir um að unga fólkið muni ekki láta sig vanta á „Alltaf fór ég suður“.

Þeir tóku þó fram í samtali við blaðið að það væri kannski óþarfi að segja mjög ítarlega frá „öllu“ sem gerðist á þessum böllum á árum áður. „Þarna verður hægt að upplifa öll þessi böll á einum stað,“ sagði Siggi Björns, „og getur orðið áhugavert og örugglega skemmtilegt.“

Miðasala á „Alltaf fer ég vestur“ er hjá Ömmu mús – handavinnuhúsi, Grensásvegi 46, Reykjavík. Tekið er fram að greiðslukort duga ekki við miðakaup. Einnig er hægt að kaupa miða með því að greiða inn á bankareikning 0567-26-3003, kennitala; 040957- 5459. Þeir sem kaupa miða með þeim hætti fá miðana afhenta við innganginn. 
 

Bændablaðið fimmtudagurinn 16. apríl 2015

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31