A A A
Hvíta Kolla á Hrafnseyri 17. júní 1995. Valdimar Gíslason æðarbóndi á Mýrum sá hana fyrstur manna. Mjög sjaldgæf sjón í æðarvörpum hér vestra. Ljósm. H. S.
Hvíta Kolla á Hrafnseyri 17. júní 1995. Valdimar Gíslason æðarbóndi á Mýrum sá hana fyrstur manna. Mjög sjaldgæf sjón í æðarvörpum hér vestra. Ljósm. H. S.
« 1 af 5 »

Allt er nú vaðandi í tófu og mink í Vestfirsku Ölpunum. Fyrir og um síðustu helgi féllu 7 tófur og 6 minkar bara frá Ósi í Mosdal að Auðkúlu. Enn er vitað um fjölda dýra þar í kring. Stærsti hluti svæðisins er algjörlega ókannaður í þessu tilliti. Sömu fréttir berast úr Mýrahreppi í Dýrafirði.

   Þær fréttir komu fram hér um daginn frá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps að varla hafi sést mús þar í hreppnum í vetur. Spurningin er hvort eitthvert samband sé þarna á milli í náttúrunni. Nú verða hinir sérfróðu að segja álit sitt.

    Það vita allir  að tófan á sinn þegnrétt á landi hér. En það þýðir ekki að við eigum að láta hana vaxa okkur yfir höfuð. Hún má ekki taka völdin í náttúru Vestfjarða. Og minkurinn. Við nefnum hann nú ekki ógrátandi hér fyrir vestan. Ef við látum þessi óargadýr hafa frjálsar hendur þarf ekki að spyrja að leikslokum. Það er ekki af mannvonsku sem æðarbændur verja vörp sín, sem mikla vinnu og natni þarf til að koma upp. Ef þeir myndu láta það ógert þyrfti ekkert að spyrja um æðardún hér vestra, þá merkilegu náttúruafurð. Minkur og tófa geta nefnilega splundrað stóru æðarvarpi á örskömmum tíma. Nauðsynlegt er að skoða hversu miklar tekjur menn hér vestra hafa af æðarræktinni. Beinharður gjaldeyrir fyrir gjaldeyrishungraða þjóð.  Öruggt er að þær skipta milljónum króna á ári bara fyrir Ísafjarðarbæ. Er það ekki almenn skynsemi að verja slíka tekjustofna?

   Mörgum sýnist að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að sýna af sér rögg með bæjarstjóranum broddi fylkingar í sambandi við dýr hin óörgu.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30