A A A
  • 1963 - Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
01.08.2015 - 06:43 | BIB,skutull.is

Álftafjarðargöngunni frestað um sólarhring

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Göngunni um Álftafjarðarheiði yfir í Önundarfjörð sem ætlunin var að fara kl. 11 í fyrramálið (laugardag) hefur verið frestað um sólarhring vegna veðurs.

"Á sunnudag er spáð sól og blíðu sem er  mun hugnanlegra gönguveður en sú þoka og 2 stiga hiti sem er í kortunum fyrir morgundaginn" segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fararstjóri "það er skemmtilega að sjá hvert maður er að fara heldur en að þreifa sig áfram í þokunni"  bætir hún við.

Því hefur verið afráðið að fresta göngunni um sólarhring en halda tímasetningum að öðru leyti. Mæting er á planinu framan við ráðhúsið/Jón Indíafara í Súðaviik kl. 11 á sunnudagsmorgun. Síðan er rútuferð úr Önundarfirði til Súðavíkur að göngu lokinni.. 
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31