31.10.2012 - 10:31 | BIB
Afmælisþakkir Bjarna Georgs Einarssonar á Þingeyri
Þegar ég leit yfir hinn föngulega hóp afkomenda okkar á laugardaginn þá fylltist ég ótrúlegri bjartsýni fyrir hönd okkar Íslendinga sem höfum allt til alls. Látum ekki bölmóð og öfund villa okkur sýn en horfum fram á veginn reynum að fyrirgefa þeim sem við teljum að hafi svikið okkur.
Einbeitum okkur að því að vera við sjálf standa við orð okkar og gerðir þá mun okkur vel farnast.
Kveðja Sylvía og Bjarni.