A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
26.04.2015 - 08:24 | BIB,Morgunblaðið

„Afi minn var vinur Jóns forseta“

Sturla Friðriksson.
Sturla Friðriksson.
« 1 af 2 »

Einn núlifandi Íslendingur getur með sanni sagt: „Hann afi minn var vinur Jóns Sigurðssonar forseta.“

Hljómar ótrúlega þegar haft er í huga að Jón fæddist fyrir meira en 200 árum og dó 1879. Sá sem um ræðir er Sturla Friðriksson erfðafræðingur, fæddur 1924, og því rúmlega níræður. Faðir hans, Friðrik Jónsson kaupmaður (annar hinna nafnkunnu 'Sturlubræðra') fæddist 1860, sonur Jóns Péturssonar háyfirdómara sem fæddist 1812 og var því aðeins einu ári yngri en Jón forseti.

Þeir nafnarnir voru ekki bara samtíðarmenn heldur góðkunningjar, félagar í Kaupmannahöfn um árabil, skrifuðust síðan á eftir að Jón Pétursson fluttist heim og hafa bréfin verið gefin út. Þá sátu þeir saman á Alþingi í nokkur ár.

Um Jón Pétursson og Friðrik son hans og þá ætt alla má fræðast í nýlegum æviminningum sem Sturla hefur sent frá sér, 
Náttúrubarn heitir hún.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 25. apríl 2015

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30