22.09.2017 - 06:59 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Af léttara taginu að vestan: - Einn góður úr Auðkúluhreppi
Smalinn
Oddur á Gili kvað þennan fyrripart og er þar vitnað í smalaferð Gunnlaugs Sigurjónssonar fram á Tjaldanesdal í Arnarfirði, en þá bjó hann á Tjaldanesi:
Fór að smala fram til dala
Frækinn halur Gunnlaugur.
Karl Júlíusson frá Karlsstöðum í Arnarfirði, þá vinnumaður á Tjaldanesi, botnaði:
Kófsveittur í svitabaði
og hundurinn alveg ónýtur!
Þessi kveðskapur fór víst fram í sláturhúsinu á Þingeyri á sínum tíma.