A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
11.08.2016 - 20:52 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Af Jóni Þorsteini Sigurðssyni: - „Hann kallaði mig ref, helvítis maðurinn!“

Jón Þorsteinn Sigurðsson harðfiskverkandi með meiru.
Jón Þorsteinn Sigurðsson harðfiskverkandi með meiru.

Það var hér á árunum þegar Jón Þorsteinn Sigurðsson, Nonni rebbi, var að vinna í frystihúsinu á Þingeyri. Þá stundaði hann nokkuð umfangsmikla harðfiskverkun, svona smá aukagetu, í bílskúrnum sínum, enda maðurinn harðduglegur. Seldi svo harðfisk um allt land. Meðal annars til kaupmanna.

   Svo var það einn dag að Nonni var kallaður í símann út í frystihúsi. Í þá daga voru menn reyndar ekki alltaf talandi í símann, svo það var fylgst með hvað gamli rebbi væri nú að gera í símann. Jæja. Hann kemur til baka og var þá hálf niðurdreginn og eiginlega bara hnugginn. Þá hafði þetta verið einhver kaupmaður að átelja hann fyrir að senda sér úldinn fisk.

   „Er eitthvað að, Nonni minn,“ mælti þá Kristján Sigurjónsson frá Sveinseyri, lengi vinnufélagi Jóns Þorsteins.

   „Hann kallaði mig ref, helvítis maðurinn.“

   „Nú, ertu ekki refur?“ mælti þá Kristján.

   „Jú, í heimahéraði. En það er annað svona útífrá,“ svaraði þá Nonni rebbi.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31