A A A
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir verður með aðventutónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri, fimmtudaginn 6.desember kl.20:00. Karlakórinn kemur að þessu sinni fram með barnakór og skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, og efnisskráin er mjög fjölbreytt. Stjórnendur kóranna eru Beáta Jo og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, meðleikari er Margrét Gunnarsdóttir. Dýrfirðingurinn Sigmundur F. Þórðarson er í stjórn karlakórsins Ernis og segist, í samtali við Þingeyrarvefinn, vonast til að sjá sem flesta sveitunga sína í Félagsheimilinu á fimmtudaginn: „Það var góð mæting á jólatónleikana í fyrra og mér fannst sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margt ungt fólk kom. Þessir tónleikar höfða líka til yngri kynslóðarinnar og sérstaklega núna þegar við erum að syngja með Tónlistarskóla Ísafjarðar". Að venju er aðgangur á jólatónleikana ókeypis, og er þeim sem ekki komast á fimmtudaginn, bent á að Karlakórinn verður einnig með tónleika í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 17:00.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30