A A A
03.04.2017 - 11:35 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Búnaðarfélag Auðkúluhrepps

Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: - Stórútgerðir eiga ekki að stjórna því hvar byggð skuli haldast á Íslandi

Þingeyri við Dýrafjörð. Einn af mörgum stöðum sem ekki hafa borið sitt barr síðan fiskveiðiheimildirnar hurfu þaðan. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Einn af mörgum stöðum sem ekki hafa borið sitt barr síðan fiskveiðiheimildirnar hurfu þaðan. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Fundurinn ályktaði eftirfarandi um sjávarútvegsmál, stutt og laggott:

„Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps ályktar, að það sé algjörlega óásættanlegt að útgerðarmenn, að þeim ólöstuðum, ráði því hvar byggð skuli haldast í sjávarplássum á Íslandi. Fiskvinnslufólkð og íbúar byggðarlaga vítt og breitt um landið  á sinn rétt engu síður en stórútgerðirnar.“



« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30