03.04.2017 - 11:35 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Búnaðarfélag Auðkúluhrepps
Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: - Stórútgerðir eiga ekki að stjórna því hvar byggð skuli haldast á Íslandi
Fundurinn ályktaði eftirfarandi um sjávarútvegsmál, stutt og laggott:
„Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps ályktar, að það sé algjörlega óásættanlegt að útgerðarmenn, að þeim ólöstuðum, ráði því hvar byggð skuli haldast í sjávarplássum á Íslandi. Fiskvinnslufólkð og íbúar byggðarlaga vítt og breitt um landið á sinn rétt engu síður en stórútgerðirnar.“