A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
Stórsmalar íhuga næstu aðgerðir á fjöllum. Frá vinstri. Dagbjartur, Valdimar, Viktor, Sigþór fjallkóngur, Sigríður kona hans, og Gunnar Þór. Ljósm.: H. S.
Stórsmalar íhuga næstu aðgerðir á fjöllum. Frá vinstri. Dagbjartur, Valdimar, Viktor, Sigþór fjallkóngur, Sigríður kona hans, og Gunnar Þór. Ljósm.: H. S.

Aðalfundur Félags fyrirstöðumanna- og kvenna í Vestfirsku Ölpunum var haldinn á Eyri við Arnarfjörð í gær kl. 14,00.  Formaður félagsins, Grelöð Bjartmarsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum með harðri hendi. Þýddi ekkert fyrir menn að vera neitt að röfla á þeim bæ. Kom það fram í máli frúarinnar, að það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera í fyrirstöðu þegar smalað er hér í vestfirsku fjöllunum.

Svo sagði frúin:

„Hver kannast ekki við setningar eins og þessar:

    “Sástu ekki hana Móru? Það lá við að hún færi í gegnum hausinn á þér?”

   “Það fóru að minnsta kosti 20 kindur fyrir ofan þig. Þú varst allt of neðarlega.”

   “Veturgömlu hrútarnir fóru allir fyrir neðan þig og beint inneftir. Þú varst alltof ofarlega.” 

   Fyrir þá sem ekki þekkja til, skal tekið fram að þeir sem veljast í fyrirstöður eiga að sjá til þess að féð sem stórsmalar reka á undan sér niður dali og út fjallahlíðar fari ekki út í buskann á ákveðnum stöðum, þegar minnst varir. Er þetta oft þar sem dalir og hlíðar mætast, við girðingarhorn lengst upp í hlíð eða bara fyrir ofan bæinn. Í fyrirstöður eru oft sett börn og gamalmenni, miðaldra konur, léttadrengir og menn með 20-30 kílóa yfirvigt og þaðan af meira, sem ekki komast  á fjöll eða fram á dali. Hitt er annað mál, að fyrirstöðum hefur fækkað mjög hin síðari ár eins og fólkinu.“

   Það kom fram á fundinum undir liðnum önnur mál, að fyrirhugað er að fara í Breiðhilluna í miðjum október. Það fer þó eftir veðri og vindum. Frúin á Eyri átti að ganga úr stjórn að þessu sinni ásamt eiginmanni sínum, Án rauðfeldi, fjármálaritara, úr Hrafnistu. Voru þau endurkjörin með lófaklappi.

   Að öllu gamni slepptu, þá er ekki annað vitað en göngur hafi gengið nokkuð vel það sem af er. Fé kemur jafnvel rígvænt af fjalli sumsstaðar, sem oft endranær.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31