A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
03.06.2015 - 21:01 | Hallgrímur Sveinsson

Að kynnast frumkvöðlinum í sjálfum sér

Fyrir miðju er Marij, til vinstri maður hennar Alain og bókaútgefandinn á Brekku lætur ljós sitt skína til hægri. Ljósm.:  Guðrún Steinþórsdóttir.
Fyrir miðju er Marij, til vinstri maður hennar Alain og bókaútgefandinn á Brekku lætur ljós sitt skína til hægri. Ljósm.: Guðrún Steinþórsdóttir.

Hraðsamtalið:

 

Það vakti nokkra athygli þegar Marij Col frá Belgíu keypti jarðirnar Bakka og Granda í Brekkudal í Dýrafirði fyrir um tveimur árum. Marij var búsett á Íslandi um nokkurt skeið en býr nú í Belgíu. Við hittum hana að máli.

   Hvað hyggst þú fyrir með kaupum á þessum jörðum?

   Það er nú ýmislegt. Grunnurinn er þó sá að hjálpa fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Við viljum skapa stað þar sem fólk getur komið saman og tengist náttúrunni og lífinu.  Burt frá þessu ruglaða  stressi sem er að finna í borgum víða um heim.  Við viljum tengja saman heimamenn og fólk úr ólíkum áttum til að fá innblástur og leiðsögn frá hvert öðru og frá náttúrunni. Og kynnast sínum innra manni um leið.

    Hvernig verður það helst framkvæmt ?

Við reiknum með að vera með vinnubúðir annað slagið og getur það verið sumar, vetur, vor og haust. Auk þess viljum við vera tilraunastaður fyrir sjálfbæra ræktun. Það er ekki hugmyndin að fara út í hefðbundinn túrisma. 
 

   Svo eruð þið að byrja á skógrækt?

   Já. Við verðum í samstarfi við Skjólskóga.  Ætlum að byrja að gróðursetja næsta sumar.

    Verður þetta viðamikið og kostnaðarsamt?

    Við tökum eitt skref í einu og höldum kostnaði í lágmarki. Reynum að halda jafnvægi í hlutunum.

Þetta þróast smátt og smátt í samvinnu við hóp af áhugasömu fólki.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30