A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
24.06.2015 - 20:41 | Hallgrímur Sveinsson

Ađ ganga í Háskóla alţýđunnar 3. grein

Ţorbergur Steinn Leifsson.
Ţorbergur Steinn Leifsson.
« 1 af 2 »

Fiskiðja Dýrafjarðar hf. á Þingeyri var þróttmikið og vel rekið fyrtæki um áraraðir og var þar aðallega unninn saltfiskur. Þar unnu margir eftirminnilegir persónuleikar. Í daglegu tali manna var fyrirtækið oftast kallað Bóla. Er sú sögn til þess, að þegar það var stofnað á sjötta áratug 20. aldar á Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga, að hafa verið spurður hvernig honum litist á þennan nýja samkeppnisaðila í fiskvinnslunni. Þá svaraði hinn orðhvati Eiríkur:   “Þetta er bara bóla!”    

   Þorbergur Steinn Leifsson er maður nefndur, verkfræðingur að mennt, Dýrfirðingur í húð og hár, alinn upp á Þingeyri. Þegar hann var 12 ára fékk hann vinnu í Bólu, ásamt vini sínum Pálmari Kristmundssyni, seinna arkitekt. Þorbergur skrifaði skemmtilega frásögn um vinnu þeirra félaganna í Bólu sem birtist í ritinu Mannlíf og saga fyrir vestan, 8. hefti, Hrafnseyri 2001:   

   “Í endurminningunni eru þessi tvö sumur í Bólu mjög skemmtileg. Þó það virðist ekki við fyrstu sýn vera áhugavert fyrir unga drengi að vinna með hálf karlægum gamalmennum í dimmu, köldu og slorugu húsi, voru karlarnir svo sérstæðir og merkilegir að hin mesta skemmtun var fyrir okkur að vinna með þeim. Var það einnig mjög lærdómsríkt að kynnast með þessum hætti hugsunarhætti, venjum og vinnubrögðum fyrri kynslóða. Vinnan í Bólu var því gott veganesti út í lífið og jafnaðist sennilega  á við nokkurra ára háskólanám.” 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31