08.05.2015 - 07:20 | Morgunblaðið,BIB
8. maí 1970 - Lýður Jónsson vegaverkstjóri á Vestfjörðum hlaut Silfurbíl Samvinnutrygginga
Lýður Jónsson vegaverkstjóri á Vestfjörðum hlaut Silfurbíl Samvinnutrygginga fyrir það frumkvæði sitt að skipta blindhæðum á þjóðvegum.
Fyrsta hæðin sem hann skipti, sumarið 1954, var á veginum milli Haukadals og Meðaldals í Dýrafirði.
Lýður Jónsson bjó á Þingeyri.
Morgunblaðið föstudagurinn 8. maí 2015.