A A A
  • 1957 - Sigrķšur Žórdķs Įstvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigrķšur Skśladóttir
  • 2004 - Aušbjörg Erna Ómarsdóttir
06.09.2017 - 17:19 | Vestfirska forlagiš,Skutull,Hallgrķmur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

81 įr frį fyrstu bķlferš yfir Breišadalsheiši

Vegurinn yfir Breišadalsheiši og til vinstri er Botnsheišarafleggjarinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Vegurinn yfir Breišadalsheiši og til vinstri er Botnsheišarafleggjarinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »
Þessadagana eru 81 ár síðan fyrsti bíllinn keyrði veginn yfir Breiðadalsheiði. Þann 6. september 1936 er sagt frá þessum merku tímamótum í samgöngusögu norðanverðra Vestfjarða. „Þann 3. þessa mánaðar kom fyrsta bifreiðin frá Flateyri yfir Breiðadalsheiði. Síðan hafa verið farnar fjöldamargar ferðir bæði vestur og norður yfir heiði, og ljúka bilstjórar upp einum munni um það, að vegurinn sé bæði fallegur og góður,“ segir í Skutli. 

Vegurinn yfir Breiðadalsheiði var hæsti fjallvegur landsins á þeim tíma og var svo um langt árabil. Í Skutli segir að ferðin frá Flateyri taki rúma klukkustund. 

Vegurinn var einungis fær að sumarlagi og í Skutli segir: Búast má við því hvað af hverju, að vegurinn spillist og jafnvel lokist vegna bleytu og ef til vill snjóa. Verður því vafalaust fjörug umferð um heiðina næstu viku og meðan bílfært er vestur um á þessu hausti. Eru þeir margir, sem ekki eira því að biða næsta vors með að fara landveg vestur og reyna þannig hina nýju samgönguleið, en auk þess sést nú þegar ljós vottur mikillar viðskiftaþarfar milli Ísafjarðar og sveitanna við Önundar- og Dýrafjörð.“ 


Vegurinn sinnti sínu hlutverki eftir bestu getu næstu sex áratugina, en Breiðadalsheiðin var ávallt erfið viðureignar og torvelt að halda veginum opnum að vetrarlagi. Lengi lá fyrir að ekkert annað jarðgöng myndu koma samgöngum milli fjarða í eðlilegt og nútímalegt horf og árið 1996 voru Vestfjarðagöng vígð og leystu þá af hólmi farartálmana sem Breiðadals- og Botnsheiðar voru. 

► Umfjöllun Skutuls 


« Jślķ »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31