07.12.2016 - 07:48 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést
Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára.
Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.
Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.
Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.