A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
25.02.2016 - 06:32 | Vestfirska forlagið,BIB

75 ára afmælistónleikar Jóns Kr. á mynddiski

« 1 af 5 »

Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans þann 22. ágúst 2015. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir af Jens Þorsteinssyni og hefur Jón Kr. nú gefið þá út á mynddiski.

„Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóð færaleikarar, söngvarar, tæknimenn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir og var húsfyllir, en sveitungi Jóns frá Bíldudal, Óli Þ. Guðbjartsson á Selfossi setti tónleikahátíðina,“ segir Jón Kr. í tilkynningu.

Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eignast diskinn sé best að hafa samband við hann, í símum 456-2186 og 847-2542.

Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er fæddur 22. ágúst 1940 og hefur búið og starfað á Bíldudal frá því hann kom í þennan heim. Tónlistargyðjan hefur verið hans förunautur alla tíð og hann hefur sungið við kirkjuathafnir, í veislum og öðrum mannfagnaði frá unglingsárum.

Landsfrægur varð Jón Kr. sem söngvari í danshljómsveitinni Facon frá Bildudal, sem hann stofnaði ásamt þremur öðrum árið 1962 og lagið þeirra „Ég er frjáls“ er ódauðlegt. 

Jón Kr. Ólafsson söng einnig í hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar. Hann  hefur komið fram og sungið á óteljandi skemmtunum á Bíldudal, í Reykjavík og víðar um landið og einnig erlendis.

Jón Kr. stofnaði tónlistarsafnið Melódíur minninganna á Bíldudal árið 2000 og hefur safnað þar fjölmörgum dýrmætum minjum úr dægurlagasögu íslensku þjóðarinnar.

Ævisaga Jóns Kr.Ólafssonar, skráð af Bílddælingnum Hafliða Magnússyni sem síðasta rúman áratuginn bjó á Selfossi,  kom út árið 2008 hjá Vestfirska forlaginu.

70 ára afmæli Jóns Kr.  á Suðurlandi

Fróðlegt er að rifja það upp hér að Jón Kr. hélt uppá sjötugs afmælið á Suðurlandi þann 22. ágúst 2010. Hann bauð nokkrum brottfluttum Verstfirðingum með sér um Suðurlandið í afmælisferð og í lok dagsins var borðað í Kaffi Eldstó á Hvolsvelli. Þessir Vestfirðingar voru; Pétur Bjarnason frá Bíldudal en hann var með Jóni Kr. í Facon og samdi Pétur “Ég er frjáls“  lag og texta, Magnús Björnsson frá Bíldudal ( lést 2015), Hafliði Magnússon frá Bíldudal (lést 2011), Ólafur Helgi Kjartansson frá Ísafirði og Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli,  hafði haft njósn af afmælisferð Jóns Kr. um Suðurlandið og kom til móts við stórsöngvarann og fylgdarmenn í Kaffi Eldstó. Með honum voru miklir aðdáendur Jóns Kr. þær Margrét Ísleifsdóttir og Guðríður Pálmadóttir, móðir og systir Ísólfs Gylfa. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir eins og meðfylgjandi myndir sýna og fékk Jón Kr. áritaðan fána frá Rangárþingi eystra.
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30