A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
04.09.2017 - 17:55 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hrafnseyri.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

4. september 1845 - Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
« 1 af 2 »

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband þann 4. september 1845, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. 

 

Þau stofnuðu  heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu.

Haustið 1859 tóku þau til sín fósturson, Sigurð Jónsson 8 ára, systurson Jóns vestan af fjörðum, og ólu hann upp sem sinn eigin son en sjálf voru þau barnlaus.


Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879.

 

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30