A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
29.06.2015 - 13:04 | Fréttablaðið,BIB

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir.
« 1 af 2 »

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni

veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands var tekin í mars síðastliðnum. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík.



Fréttablaðið mánudagurinn 29. júní 2015

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30